- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
166

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

(166

UM ÍSLENDINGA SÖGU

manna, að hún muni ekki gela verið eftir hann. Aftur á
móti sé lýsingin i 63. kap. Laxdælu, á þeim, er voru i
að-förinni að Helga Harðbeinssyni, svo nauðalik þessari
frá-sögn, að samband liljóti að vera á milli þeirra, og á þann
veg, að lýsingin i Laxdælu sé yngri og gerð eftir þessari.
Ætlar liann, að Halldór hafi ritað þetta skömmu eftir
atburðina, og hafi þessi þáttur hans þá getað verið i
höndum höfundar Laxdælu.

Þetta virðist i fljótu bragði alisennilegt, en við nánari
atliugun verður það þó vafasamt. Torfi prestur
Guðmund-arson er allviða tiðindamaður Sturlu, svo sem BMÓ hefur
sýnt fram á. Telur BMÓ liann hafa sagt frá ferðum
Þor-valdssona i Dali, er þeir gistu hjá honum, og viðlali hans
við þá.1) Eftir þvi ætti þáttur Halldórs að hefjast neðst
á bls. 431, er hann kom fyrst til Sturlu. Engin merki sjást
þess, að hér komi sjálfstæð heimild til sögunnar, er Sturla
hafi haft ritaða fyrir sér og tekið upp óbreytta, en
auð-vitað væri Sturlu trúandi til að ganga svo frá, að ekki
sæ-ist missmíði.

En hér er fleira sem bendir á, að frásögn þessi verði
ekki slitin úr samhengi, annað en það, að ekki sjáist votta
fyrir sam^^ytum, þar sem bin nýja heimild kemur til
og þar sem^ienni lýkur.

í 88. kap. segir svo: „Þá kom vestan Þórðr, son
Guð-mundar Sigriðarsonar, ok sagði Sturlu mikit af framferði
þeira (þ. e. Vatnsfirðinga), ok segja þat sumir, at hann
færði ekki i þurrð; en Sturhi fannslc fátt um."2) En i
frá-sögn þeirri, sem hér ræðir um, segir svo: „ „Nú vil ek,"
segir Þórðr, „at þú, prestr, farir til Sturlu ok flytir erindi
várt, at liann trúi eigi, at þat sé sakir, er Þórðr
Guðmund-arson lýg’r á oss." " Og siðar: „Þá mælli Þórðr
Guðmund-arson: „vel er boðit, en ekki munu þeir af halda, ef þeir fá
nökkurn kost annan en deyja; er þeim nú ok meirr til
várkunnar at virða en fyrr"."3) Fyrri greinin visar til
þess, er sagt var í 88. kap., að Þórður bar sakir á þá
bræð-ur og dró ekki af, en hin síðari sýnir berlega, hvern hug

1) Sturl.3 I, 430—431 ; Safn III, 425. — 2) Sturl.’ I, 428. — 3) Sturl.3
I, 433, 438.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0252.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free