- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
159

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

STUHLU ÞÓRÐARSONAR

159

neitt við sögu Sturlusona. En að þvi loknu er stutt yfirlit
um merkustu höfðingja um aldamótin 1200 (Snorra,
Sæ-mund og Orm Jónssyni, Lopt biskupsson, Þorvald
Giz-urarson, Sighvat, Kolbein Tumason, Ögmund sneis, Hall
Kleppjárnsson, Sigurð Ormsson o. fl.), og’ hefur margra
þeirra þó áður verið getið í sögunni. Fram að 1201 má
kalla, að Islendinga saga sé saga Sturlusóna einna, en eftir
þann tima er liún sannnefnd íslendinga saga og greinir
eklci siður frá atburðum, sem Sturlungar voru litt við
riðnir eða ekki.

BMÓ vill skwa þetta í sambandi við formálann:
Upphafi sögunnar, fram að 1201, er markað svo þröngt
svið vegna þess, að um þann tíma voru til eldri sögur.
En eftir það ár vikkar sjóndeildarliringur sögunnar, af
þvi að það söguefni, sem skapaðist á 13. öld, var lítt ritað
áður en Sturla lióf ritstörf sín. Orð formálans gera grein
fyrir þvi, sem berlega kemur i Ijós i sögunni, að fram
að 120.1 er einungis sagt frá þeim atburðum, sem ekki
getur uni i öðrum sögum, en gengið fram hjá hinum, er
áður voru ritaðir. Sturla hefur þvi ætlað að rita sögu
sina sem viðauka og áframliald þeirra sagna, er færðar
höfðu verið i letur áður og liann þekkti.

En er þá hægt að finna í sögunni sjálfri nokkur
merki þessa tilgangs og vinnubragða höfundarins?

Samkvæmt formálanum liefur Sturla þekkt þessar
sögur: Þorláks sögu, Guðmundar sögu góða
(prestssög-una), Guðmundar sögu dýra og Hrafns sögu. Auk þess
gæti það vel verið rétt, sem BMÓ gizkar á, að safnandi
kunni að liafa fellt úr upptalningu Sturlu á sögunum, og
hafi Sturla ef til vill getið um fleiri sögur, svo sem Páls
sögu biskups (St. prol. 23).

I Islendinga sögu sjást engin merki þess, að Sturla
hafi notað biskupasögurnar, Þorláks, Jóns eða Páls.
Hann getur ekki um aðalviðburði þeirra, svo sem andlát
Þorláks, kosning Páls, vigslu lians og útkomu, og
upp-töku lieilagra dóma Jóns og Þorláks. Þetta voru svo
merkir viðburðir í augum 13. aldar manna, að furðu sætir,
að Sturla skuli láta þá liggja i þagnargildi. Það virðist

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0245.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free