- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
157

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

STURLU ÞÓRÐARSONAR

157

Þá er Ijóst, hvers vegna Þorláks sögu er getið. Það eru
orð Sturlu um sögur þær, er liann þekkti, en ekki orð
safnanda um þær sögiu-, sem liann ætlaði að rita i bók sína.

Með þvi að líta þannig á þessa grein, að hún sé i
raun réttri hluti úr formála Sturlu fyrir íslendinga sögu,
verður ljóst, livers vegna hún stendur aftan við Sturlu
sögu, en ekki framan við hana eða i upphafi handritsins.
BMÓ hefur sýnt fram á það í ritgerð sinni í Safni III, að
Stuiia hafi ekki sjálfur ritað upp prestssöguna,
Guð-mundar sögu dýra eða Hrafns sögu. Aftur liefur bann
leitt sterkar likur að þvi, að Sturlu saga Jiafi frá upphafi
staðið framan við Islendinga sögu.1) Þegar frá eru
tekn-ar þær sögur, sem safnandi liefir skotið inn á milli Sturlu
sögu og Islendinga sögu, stendur formálinn þvi framan
við Islendinga sögu. Þessi staður lians er þvi til
mikill-ar styrkingar þeirri ætlun, að hann sé saminn upp úr
formála Sturlu og að Sturlu saga og Islendinga saga sé
ritaðar eftir sama handriti.

Þegar safnandi hafði lokið við Sturlu sögu, leggur
liann frá sér handritið, til þess að taka til við
Guðmundar-sögurnar. En að hann geymdi sér ekki formálann,
þang-að til hann kom að Islendinga sögu, ætla eg að stafi af því,
að lionuni liafi þótt tilhlýðilegt að gera nokkura grein
fyrir sögum þeim, er hann bútar í sundur, og þvi notað
til þess formála Sturlu og vikið honum við i þessu skyni,
sbr. orðalagið: „Margar sögur verða hér samtiða, ok má
þó eigi allar senn rita."

Næst kemur i formálanum grein sú, er svo mjög
hefur verið þráttað um: „Flestar allar sögur, þær er hér
hafa gerzk á íslandi, váru ritaðar, áðr Brandr biskup
Sæmundarson andaðisk, en þær sögur, er síðan hafa gerzk,
yáru litt ritaðar, áðr Sturla skáld Þórðarson sagði fyrir
íslendinga sögur ..." Þannig er greinin i I, en i II er hún
nokkuð á annan veg: „Flestar allar sögur, er gerzk höfðu
á íslandi áðr Brandr biskup Sæmundarson andaðisk, váru
ritaðar, en þær sögur, er siðan liafa gerzk, váru lítt ritaðar
áðr ..." BMÓ sýnir fram á, að orðalagið i I sé klaufalegt.

1) Safn III, 385, 391—392.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0243.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free