- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
120

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

(120

UM ÍSLENDINGA SÖGU

Ockls reyndu að fá hann leystan úr banni. Byggðu þeir
kröfu sina á því meðal annars, sem hér er sagt, að
Oddur liafi beiðzt prestsfundar við dauða sinn. „Þat
liafði ok Oláfr Oddsson svarit ok Svartliöfði
Dufgus-son fyrir biskupi, at Oddr beiddisk prestsfundar við
dauða sinn ok náði eigi."1) Þessi framburður
Svart-liöfða hefur verið alkunnur, og hefur hann auðvitað
sagt biskupi nákvæmlega frá atburðum og hvernig á
þvi stóð, að hann gat orðið þessa áheyrsla; liefur þá
fjdgt sögunni, livar hann var staddur, er þetta gerðist.
— Ummæli Þorbjarnar Sælendings geta verið frá
hon-um komin, en þau voru einnig til jjess fallin, að
spyrj-ast víða. Hér er getið um, að Þorbjörn hafi vegið
Þór-arin Seldæl á Haugsnessfundi, á þann hátt, að jjess
virð-ist ekki hafa verið getið i sögunni, og gæti jiað komið
heim, ef þetta er úr Islendinga sögu.2) Til Þorvarðs
Þórarinssonar er visað hér sem heimildarmanns, og
Kálfur Brandsson getur liafa sagt frá nautinu, sem
Oddi var sent; af báðum gat Sturla haft fréttir. Að Oddi
er lýst svo glæsilega og vottað, að hann beiddist
prests-fundar, gæti staðið i sambandi við það, að Sturla
gerð-ist siðar til þess að hefna hans.

1 lok þessarar frásagnar er eyða i I —- vantar 2
ytri dálkana af 108. blaði skinnbókarinnar. Hér, og
raun-ar í öllum siðasta hluta Sturlungu, fylgja
pappirshand-ritin öll texta Reykjarfjarðarbókar (II), svo að ekki er
hægt að fylla þessa eyðu eftir Ip. Efst á 4. dálki 108.
blaðs er frásögnin komin aftur i Þverárfund, sem varð
siðar sama sumarið sem vig Odds Þórarinssonar. Þar
börðust þeir Þorgils skarði og Sturla við hlið Þorvarðs
Þórarinssonar gegn Hrafni og Eyjólfi ofsa og felldu
Eyjólf. í pappírshandritunum er frásögnin, sem
sam-svarar þeim 2 dálkum, sem rifnir eru af skinnbókinni
(I) — frásögnin um aðdraganda Þverárfundar —- miklu
lengri; hefur ekki komizt fyrir á færri en 7 blöðum i

1) Bisk. I, 708. — 2) Þorbjörn sælendingur var i tengdum viö
Þórð, son Lauga-Snorra (k. 188, Sturl.3 II, 57), annars er hann
ökunnur.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0206.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free