- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
118

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

(118

UM ÍSLENDINGA SÖGU

sem sagt er, að Páll Kolbeinsson liafi riðið suður á land
og verið um veturinn á Velli á Rangárvöllum, dregur
BMÓ þá ályktun, að hann muni hafa verið i
Fagraness-för. En þar sem hann sé ekki talinn með öðrum
mönn-um Odds, stafi það af lilifð við liann; liöfundur Gizurar
sögu muni liafa viljað draga fjöður yfir þátttöku hans.
En varla liafi liann flúið liérað af öðrum ástæðum. Þessi
ályktun, að Páll hafi verið i atför við Heinrek biskup,
er að minni hyggju alveg ölej’fileg. Frásögnin gefur enga
átyllu til að ætla það, og auk þess virðist það ólikt Páli,
eftir þvi sem vér þekkjum liann af sögunni, að taka
þátt i slikri fólskuferð og ódæði, sem handtaka biskups
hefur þá verið i augum allra trúaðra manna. Það má
telja eðlilega orsök til suðurreiðar Páls, að hann hefur
ekki talið sig óhultan i Skagafirði fyrir þeim Eyjólfi.
Litið mark virðist á þvi takandi, þó að nákvæmlega sé
sagt frá atliöfnuni.Odds i Skagafirði, en einungis drepið
á dvöl lians á Valþjófsstað. Atliafnir hans í Skagafirði
sættu stórum tíðindum og" drógu á eftir sér þungan slóða,
en fyrir austan mun litið hafa gerzt sögulegt.
Liðstaln-ingin er ekkert sönnunargagn, sbr. bls. 36—37 liér að
framan.

I 272. kap. er sagt frá því, er þeir Hrafn, Eyjólfur,
Sturla og Þorgils skarði komu vestan til þess að liðsinna
Heinreki biskupi.1) I II er Þorgils sögu blandað við
textann. BMÓ kveður það benda til Gizurar sögu, að
ekki segir frá ferðum flokkanna, fyr en þeir koma
norð-ur,2) en þá verði sagan strax fjölorðari. En þess ber að
gæta, að ferðinni var heitið til Skagafjarðar, þangað
áttu þeir erindi, og þar var flokkunum slitið;
sögu-efnið gerðist þar, en ekki á leiðinni. Sagan fylgir og
þeim Sturlu: „Þá er þeir spurðu vestr i sveitir . .. Ok
þá er þessir flokkar kómu allir saman i Bólstaðarlilið,
þá fréttu þeir ... Gekk svá sögn ..."

273. og" 274. kap.3) gefa enga vísbending, en vist er
um það, að ástæðulaust er að telja 273. kap. blending úr

1) Sturl.3 II, 226—230. — 2) Safn III, 342. — 3) Sturl.3 230—231.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0204.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free