- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
112

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

(112

UM ÍSLENDINGA SÖGU

þann tíma í Eyjafirði og Austfjörðum. Ekki er þess
get-ið, að þeir Björn bræður liittist eftir þetta, þó að svo
kunni að liafa verið. En að telja jjetta til Þórðar sögu
og byggja á j)vi einu, að Björn var staddur norðanlands,
þegar brennan varð, er meira en hæpið, jjegar allar
lík-ur benda í aðra átt. „En er Kolbeinn grön heyrði þetta"
er ekki næg sönnun þess, að Kolbeinn hafi frá jiessu
sagt. Svo kveður Sturla oftar að orði, t. d. í frásögninni
um örlygsstaðafund: „Þá hljóp at Einarr dragi ok hjó i
höfuð Sighvati, ok var j)at ærit banasár, en j)ó unnu
þá fleiri menn á honum. En er Sighvatr djákni sá þetta,
þá lagðisk hann ofan á nafna sinn ok var þar veginn."1)
Ekki hefur Sighvatur djákni verið til frásagnar um
þetta. Úr Hákonar sögu má ])enda á: „Þóri þótt þat líkt,
at ekki myndi þurfa griða at biðja."2) Þórir var
drep-inn j)arna. „Sigurðr erkibiskup . . . spurði engi
tið-endi af þinginu fyrr en liann kom i Leirangra, ok þótti
honum í verra efni komit en hann hugði."3) Sigurður
erkibiskup dó 1250 og gat j)vi elcki sagt Sturlu frá
liugs-unum sinum. Sturla setur sig oft í spor ])eirra, sem hann
er að segja frá.

Annar maður mjög nákominn Sturlu hefur verið
tiðindamaður hans um þessa aturði; j)að er Þorbjörn
nef, mágur hans og móðurbróðir Ingibjargar, sem Sturla
skildi eftir hjá henni: „Þorbjörn nef lá þar lijá þeim,
ok horfðusk þeir Gizur at höfðunum. Þorbjörn heyrði,
at Gizurr bað fyrir sér á marga vegu háleitliga til guðs,
svá at eigi kvazk hann slikan formála heyrt hafa, en
hann þóttisk eigi sinn munn mega i sundr hefja fyrir
reyk."*)

Þá má benda á j)essa málsgrein: „gengu þá í einum
duni heldr liljóðliga heim at húsunum", en mjög líkt er
að orði kveðið áður, i 161. kap.: „ganga nú heim með
garðinum allir i einum dun snúðigt ok j)ó hljóðliga."5)

Það má því telja öldungis vafalaust, að nokkur
hluti þessarar frásagnar sé úr íslendinga sögu. En ber

1) Sturl.3 I, 527. — 2) Icel. Sag. III, 183; Flat. III, 127. — 3) S.st.
— 4) Sturl.3 II, 199. — 5) Sturl. II, 194; I, 562.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0198.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free