- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
109

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

STUHLU ÞÓRÐARSONAR 109

var þar Ingibjörg Sturludóttur með Jóreiði Hallsdóttur,
móðurmóður sinni; er getið heimanfylgju þeirrar, sem
hún fékk af ömmu sinni og föður sinum. Þá er þess
getið, að þau Hallur riðu vestur á Staðarhól og að
Hall-ur hafi verið þar nær viku. Þessi nákvæma frásögn
bendir ótvirætt til Sturlu, einkum liversu nákvæmlega
er sagt frá heimanmundi Ingibjargar.

í 253. kap.1) er fyrst sagt frá veizlu þeirri, er
Eyj-ólfur gerði á móti Heinreki biskupi, „ok var með þeim
allkært, ok skilðu með blíðu. Með biskupi ok Gizuri var
þá eigi jafnblitt sem verit hafði." 1 Hákonar sögu segir
svo: „Höfðu þeir ok eigi lengi verit á íslandi, Heinrekr
biskup ok Gizurr, áðr biskupi þótti liann eigi enda þat,
sem hann liafði konungi lieitit. Ivom þá svá brátt, at
biskup vendi sinni vináttu til þeira manna, er mestir
váru óvinir Gizurar."2) Hér er sýnilega átt við liið sama
sem 253. kap. segir frá, og styrkir það, að upphaf 253.
kap. sé eftir Sturlu, en ekki úr Þórðar sögu.3) Á hið
sama bendir, að sagt er frá kvonfangi Eyjólfs ofsa, sem
áður hefur verið greint frá i Þórðar sögu, 208. kap.4)

Þá eru greind eggjunarorð Þuríðar Sturludóttur við
Eyjólf, bónda sinn, og þess getið, að Kolbeinn grön og
Ari Ingimundarson liafi verið þar viðstaddir. Telur BMÓ
likindi til, að Kolbeinn sé sögumaður, og bendi það til
Þórðar sögu. Þetta er þó ósennilegt, þvi að Ivolbeinn var
veginn nokkurum mánuðum eftir þetta og kom aldrei
aftur vestur til frænda sinna, er standa að Þórðar sögu.
Sennilegra er, að Ari hafi frá þessu sagt, sbr. live
ná-kvæmlega er sagt strax á eftir frá skipbroti hans. En
mjög vel er skiljanlegt, að frýjuorð Þuríðar húsfreyju
hafi flogið viða eftir Flugumýrarbrennu.

Brúðkaupinu á Flugumýri er lýst i 255. kap.5)
Frá-sögnin ber það með sér, að liún er rituð af sjónarvotti
eða eftir fyrirsögn sjónarvottar. Hrafn Oddsson mun
tíðindamaður að ýmsu, svo sem um samtal þeirra
Ás-gríms Þorsteinssonar á Víðimýri, viðræðu þeirra Ara

1) Sturl.3 II, 187—188. — 2) Icel. Sag. II, 272; Flat. III, 185. —
-3) Safn III, 457. — 4) Sturl. II, 100. — 5) Sturl.3 II, 188—192.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0195.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free