- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
105

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

STUHLU ÞÓRÐARSONAR

105

átt við Sigvarð biskup og Brand, en orðunum „ok
Brandr ábóti" sé bætt við síðar til skýringar.1) Nú efast
vist enginn um, að Sturlu hefði aldrei komið til liugar
að kalla Brand biskup í sambandi við atburði á árinu
1242, og að líkindum ekki heldur ábóta. Honum
verð-ur þvi ekki um kennt. Því hefur ekki heldur verið
liald-ið fram, að frásögnin um fundinn við Hvitárbrú sé eftir
annan mann en Sturlu. Menn hafa orðið ásáttir að telja
textann afbakaðan á jíessum stað, kenna safnandanum
um j^essa villu. En að jDetta er ekki gert af vangá,
lield-ur af ráðnum hug, er bert af þvi, hve oft þetta er
endur-tekið. Safnandi hefur „leiðrétt" textann. Hér virðist
standa likt á. Safnandi (eða ritari I) liefur ekki skilið,
hvers vegna Þorgils var tekinn í Stafliolti, hafi hann
setið um jjær mundir i Revkholti. Hann þekkti ekki
Þorgils sögu og vissi því ekki, hvaða orsakir lágu
til þess. Hann ályktar þvi, að Þorgils hafi setið í
Staf-holti og „leiðréttir" samkvæmt þvi. Og að þetta er
„leiðrétting" er ljósast af þvi, að hann hleypur til að
„leiðrétta" Skálholt í Stafholt siðar i þessum kap.

Bökin fyrir þvi, að Sturla liafi ekki getað samið
þessa frásögn, heldur sé liöfundarins að leita í
Skaga-firði og í námunda við Pál Kolbeinsson, standast þvi
ekki, þegar betur er að gætt. Hins vegar er margt i
frá-sögninni, sem virðist beinlinis benda á það, að Sturla
sé höfundurinn. Vér getum verið þess fullvisir, að Sturla
hefur fyrirorðið sig fyrir Stafholtsreið og iðrazt hennar
jafnan siðan. Höfundur þessarar frásagnar vill
sýni-lega gera lítið úr henni og sem allra minnst um hana
tala, og þó er ljóst, að hann hefur verið málinu
kunn-ugur. Og einkum vill hann gera sem minnst úr
hlut-deild Sturlu sjálfs. Hér segir, að Kolbeinn grön og Ari
Ingimundarson hafi verið sendir af Þórði út til íslands
vina hans. Þegar er þeir komu vestur var ráðin
at-för að Gizuri; voru þeir fyrir ferðinni „með áeggjan
Kol-beins Hrafn ok Sturla." Nú segir Þorgils saga að visu,

1) Sturl.a I, 568—570 og neðanmálsgr.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0191.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free