- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
93

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

STL’RLU ÞÓRÐARSONAR

93

brjósti. Eftir munnlegum heimildum segir hann frá
vinaboði Þórðar, en rikisskipanin er tekin úr Þorgils
sögu: „Þar kom Hrani, Ej’jólfr Þorsteinsson, Hrafn
Oddsson, Sæmundr Ormsson, Sturla af Staðarhóli,
Þorleifr ór Görðum. Á þeim fundi skipti Þórðr riki
með þeim. Skvldi Eyjólfr hafa riki i Skagafirði ok búa
i Geldingaholti, Hrani skyldi taka við búi á Grund ok
vera fyrir heraði i Eyjafirði, Þorleifr skyldi vera fyrir
Borgarfirði, en Sæmundr fara austr til ríkja sinna.
Hverr þeira skyldi veita öðrum, ef nökkurs þyrfti við.
Þeir skjddi fyrir engum laus láta riki þessi, nema bréf
Þórðar kæmi til eða liann sjálfr." En i Þorgils sögu segir
svo (230. kap.): „Þórðr ... liafði áðr skipat eignir Snorra
Sturlusonar vinum sinum, Eyjólfi Þorsteinssyni
Skaga-fjörð ok búnað i Geldingaliolti, Hrana Koðránssyni
Evjafjörð ok búnað á Grund, Þorleifi Þórðarsyni
Borg-arfjörð. Hrafn Oddsson, Sæmundr Ormsson, Sturla
Þórðarson ok Nikulás Oddsson váru bundnir i trúnaði
ok tengðum við Þórð ok i vináttu."1) Iiér er augljóst
samband milli textanna. En siðari hluti þess, er tilfært
var úr 213. lcap., er tekinn úr 217. kap-5 en hann er úr
Þorgils sögu, eins og siðar mun sýnt: „Gerðu þeir þat
ráð, at þeir mundu bíða þess, er skip gengi af Nóregi
ok Þórðr kæmi út, eða hins ella, at Iians væri eigi vánir.
Þar var þat talat, ef Gizurr kæmi til, at þeir skyldi halda
i’ík j um fyrir honum ok hverjum manni öðrum, þeim er
til kallaði."2)

Þegar þetta kemur allt saman, endurtekningar á.
því, sem áður var sagt, grein flutt til úr Svínfellinga
sögu, efni dregið úr tveim kap. i Þorgils sögu og
ættar-talan, sem virðist rituð um miðja 14. öld, má telja það
fullvíst, að þessi kap. geti ekki verið úr Þórðar sögu,
heldur sé liann frumsaminn af þeim, er ritaði upp
Sturlungu um þetta leyti (um 1340—1350). Ástæðan er
auðsæ. Safnandi liefur vildð of snemma frá Þórðar
sögu, þegar hann greip til Svinfellinga sögu; liefur

1) Sturl.3 II, 149. — 2) Sturl.3 II, 131—132.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0179.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free