- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
86

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

(86

UM ÍSLENDINGA SÖGU

ar Þórður kom norður, liafi óvinir hans spillt fyrir
hon-um við Heinrek biskup, og liafi þá orðið fullur
fjand-skapur með þeim Þórði. Sumarið 1249 liafi biskup
far-ið utan og vingazt við Gizur, og hafi þeir báðir afflutt
Þórð við konung. Siðar er aftur sagt frá komu biskups
til Noregs og rógi lians um Þórð; segir sagan, að þá liafi
konungur stefnt Þórði utan, eftir að biskup kom til
Noregs.1) í 211. kap. er ekki getið um missætti Þórðar
og biskups árið 1248. En 1249 kom út bréf konungs,
áður en biskup fór utan, og var á utanstefna og
sakar-giftir um það, að Þórður legði meiri stund á að koma
landinu undir sig en konung, svo sem einkamál þeirra
stóðu til. Biskup fylgdi þessu máli, að Þórður héldi eklci
loforð sín. Varð þá svo mikili fjandskapur þeii-ra, að
biskup fór utan og afflutti Þórð mjög, en enginn dró
taum hans, nema nokkurir lögunautar lians.

Hér ber sögunum illa saman um sundurþykki
biskups og Þórðar, utanför biskups og utanstefnu
Þórð-ar. Virðist þetta frekar benda til þess, að 210. og 211.
kap. sé ekki úr íslendinga sögu, þó að vera megi, að
þetta hafi ruglazt i minni Sturlu, frá því að hann setti
saman Hákonar sögu. í þessari frásögn er lians getið
tvivegis. Fyrst að Þórður kom til hans um jólin 1247;
liafi þeir þá farið suður i Reykholt og setið þar fram til
föstu, en á þeim tima hafi Hrafn og Einar
Þorvalds-son komið vestan. Seinna segir, að Þórður hafi
vet-urinn 1248—49 farið vestur i Dali og skipt rikjum með
Sturlu og Jóni Sturlusyni. „Þat gerði hann á
Þorbergs-stöðum." Ekki er sagt nánar frá þessari skiptingu, og
bendir það ekki til Sturlu. Og loks má visa til
frásagn-arinnar um athafnir Þórðar á Rangárvöllum árið 1249,2)
sem er úr íslendinga sögu, eins og síðar verður sýnt.
Væri 211. kap. úr þeirri sögu, ætti sú frásögn að standa
aftarlega i honum. En að viða er líkt orðalag i þessari
frásögn og í Hákonar sögu, mætti skýra á þann veg, að

1) Flat. III, 180. Eftir textanum i Icel. Sagas II, 264, hafði
kon-ungur stefnt Þórði utan, úður en biskup kom til Noregs. — 2) Sturl.3
II, 117 (212. kap.).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0172.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free