- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
76

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

(76

UM ÍSLENDINGA SÖGU

því að höfundurinn var kunnugri þeirra skipan. Enn
visar smágrein hér til frásagnarinnar á eftir: „En þat
var í þann tíma dægra, er sól var skammt farin um
morguninn," sbr. „Kom þat ásamt með þeim, at þá
mundi sól vera nær miðju landsuðri, en þá var lágr
veggr undir sólinni, er þeir fundusk."1)

Þá telur BMÓ sennilegt, að fyrirsögn Kolbeins um
orustuna og eggjunarræða hans sé úr Gizurar sögu.2)
Þetta bendir til Vestanmanna: „. . . ok liallaðisk i
þess-ari svipan bardaginn í lið Ivolbeins . .. „er þat ok eigi
meðalskömm", segir hann, „ef þeir skulu vinna j’ðr
með þeim iiuun smám ok inum fám skipum, er þeir
hafa, við þann mikla skipa-afla, er vér höfum at
dreg-it"." Bétt á eftir segir svo: „. . . áðr en it snarpasta
mannvalit Kolbeins kom þeim Þórði i opna skjöldu, en
þeir Þórðr höfðu eydd aptan skip sin mjök, ok var allr
þorri mannanna kominn fram um siglu. Ok þá er kall
kom á skip Þórðar, at tveggja vegna væri at þeim sótt,
urðu þeir þá við hvárutveggja at sjá. Gekk þá Þórðr aptr
a skip.sitt. .. . Bað Þórðr þá þegar, at þeir gengi upp á
skip Hjalta." Þessi frásögn er vafalaust frá sjónarmiði
Þórðar, og telur BMÓ hana vera úr sögu hans. En ef
kafli sá, sem BMÓ telur vera úr Gizurar sögu, er
felldur burtu, verður þessi frásögn óskiljanleg. Áður
var sagt, að þeir liafi barizt um stafna.3) En liér er
Hjalti og fjöldi liðs kominn á bak Þórði. í greininni,
sem talin var til Gizurar sögu, kemur skvringin, sem er
alveg nauðsynleg og ómissandi: „... en Hjalta
Helga-son ór Leirhöfn bað hann leggja sitt skip á skut skipi
Þórðar; ok enn liét hann á fleiri skipstjórnarmenn, at
leggja skyldi á skut Vestanmönnum ok gera hring at
Jjeim." Benda má á, að Hjalti er einn nafngreindur á
báðum stöðum.

195. kap., 11111 athafnir þeirra Kolbeins strax eftir
Flóabardaga, telur BMÓ að mestu eftir Gizurar sögu.4)

1) Stur].3 II, 74. — 2) Sturl.3 II, (i8—69. — 3) Stur].3 II, 67.

— 4) Sturl.3 II, 77—78; Safn III, 381.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0162.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free