- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
67

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

STURLU ÞÓRÐARSOIS’AR

67

í 187. kap, segir I frá viðbúnaði þeirra Tuma, og
er allt sagt frá sjónarmiði Hólamanna, eins og BMÓ
tekur fram. En bann telur frásögn Br (og H — ekki
122 B) vera frá þeirra sjónarmiði, sem að komu. Það
virðist þó ekki vera rétt á litið: „Ok er þeir riðu innan
frá Miðhúsum, þá váru menn úti á Hólum ok ræddu
um ..." Hér er stefnan miðuð við heimamenn. „Urðu
þeir Tumi eigi fyrr búnir brott af bænum en hinir
kómu it neðra gegnt Hólum, en sumir innan at garöi,
en þeir stefndu til skipsins; hljóp þá sér hverr."
Einn-ig þetta er sagt frá sjónarmiði þeirra Tuma, og
skips-ins vísar til þess, sem áður er sagt.1) Hér er þvi ekkert,
sem bendir til sögu Gizurar.

Sagan um vig Bárðar Snorrasonar, sár hans og
spásögn Guðmundar biskups, sem er einungis í H og
Br, er sögð á svipaðan hátt i „Miðsögu" Guðmundar
biskups, og þar liöfð eftir Þorláki Narfasyni.2) Má
vera, að þessi saga sé ekki úr frumtextanum, heldur
síðar inn komin, ef til vill ekki fyr en i II, þar sem liana
vantar i I.

Frásögnin um vig þeirra Tuma gefur enga
vísbend-ing. Þar sem BMÓ fann endurtekningu í Br, er liann
ætlaði stafa frá tveim heimildum, byggist þetta á því,
eins og áður var sagt, að ritari V hefur iilaupið úr einu
handriti i annað.

í 188. kap. er frásögn H og Br miklu ónákvæmari,
c-g segir þó sumt á annan veg og sumt fyllra en I. BMÓ
telur hana bera vitni um minni kunnugleika i Dölum,
og sé hún því úr Gizurar sögu. Sé svo fljótt farið yfir
sögu vegna þess, að ferðin hafi verið Brandi til lítils
sóma, er þeir „ræntu hvern mann ok börðu" og drápu
saklausa menn; sé þvi ekki getið um aðfarir þeirra
Brands i Tungu og niðvísu kerlingarinnar um þá. Það

1) BMÓ telur hér vera ágrip af texta I, af því aS hér standi
sl;ipsins, en skipið hafi ekki verið áður nefnt í 122 B og Br. En það

er ekki rétt, þvi að sagt er frá skipinu i 18fi. kap. (bls. 50), og eru
háðar skinnbækurnar þar samhljóða; II er þar til samanburðar. —

2) Bisk I, 596—597.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0153.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free