- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
58

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

58

UM ÍSLENDINGA SÖGU

I upphafi 159. kap. segir svo: „Honum (Gizuri)
þótti undarligt, er njósnarmenn hans kómu eigi aptr,
þeir er liann hafði senl til Borgarfjarðar." Þetta vísar
til 158. kap.: „Órækja lét fara um allt herað (þ. e.
Borg-arfjörð) at samna liði; þeir fengu ok tekit tvennar
njósnir Gizurar."1) Þetta tvennt er þvi bersýnilega ur
einni heimild. En þar sem BMÓ telur frásögn Gizurar
sögu enda i 159. kap. segir svo: „... sá maðr liafði uaxit
upp í Skálaholti, er Auðun kollr hét ... Þat er nú ráðs
tekit, al liann er sendr vestr á heiðar á móti Órækju."
Þá segir frá Órækju, að þeir mættu Auðuni á
Lyngdals-heiði. Þeir liyggja hann njósnarmann „ok færa hann
Órækju; en hann kenndi hann þegar, þvi at hann hafði
opt sét hann i Skálaholti."-) Hin auðkenndu orð sýna,
að samhengið er óslitandi; það verður ekki skilið, livers
vegna Órækja hafði oft séð hann í Skálholti, ef þeim
orðum er kippt i burtu, að hann hafði vaxið upp á
staðnum. Enn ljósara verður þetta af svörum Auðunar:
liann verst allra frétta, en svarar þó svo, að þeir verða
ánægðir; liann mælir i svo tviræðum orðum, að þeir
liyggja Gizur lieima, en lýgur þó engu. Einni
spurning-unni beindi Sturla Þórðarson að honum. En svör lians
verða út i hött og óskiljanleg, nema menn liafi lesið
þann kafla, er BMÓ kveður úr Gizurar sögu, og væri of
langt að tilgreina það allt liér. En engum, sem les, ætti
að geta blandazt hugur um, að liér sé um eina og sömu
frásögn að ræða.

Þá er siðari greinin, sem talin var úr Gizurar sögu.
Þar segir svo: „Margir menn þutu upp ok sögðu
liann njósnarmann ok báðu hann fara með þeim. Bézk
þó þat af, at liann var lauss látinn. Ferr liann nú leið
sina, þar til er leiti bar á milli þeira. Snýr þá þegar
aptr leiðinni, þann veg sem lieiðrin ligg’r lægra, ferr
aldri meira en áðr, þar til er liann kom jafnfram þeim,
er síðast riðu. óg er þeir kómu gegnt Reyðarmúla, tekr
at rökkva; snúa þeir Órækja leið sinni til Laugardals.

1) Sturl.3 I, 557 og 556. — 2) Sturl.3 I, 559.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0144.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free