- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
35

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

STUULU ÞÓRÐARSONAR

35

velli. Á móti skoðun BMÓ mælir það, sem áður var
sýnt fram á um Haukdæla þátt, að hann muni
frumsam-inn af safnanda Sturlungu. í annan stað mætti ætla, að
maður, sem ritaði um merkustu atburði 13. aldar og
sér-staklega um Gizur og ætt lians, eftir skoðun BMÓ, hefði
verið fróðari i öllu timatali, og þá einkum því, er kom
við Gizuri og systkinum hans. Má ekki ætla neinum
sagnaritara, er segir frá nýliðnum atburðum, að hann
vissi ekki annað eins um sjrstkini söguhetju sinnar, og
jafnvel urn Gizur sjálfan, þvi að ljóst er, að þessi
frá-sögn telur hann yngri en 14 ára. Það er og Ijóst af þeim
frásögnum öðrum, sem BMÓ telur til Gizurar sögu og
þvi eftir sama mann, að sá höfundur liefur ekki verið
tiltakanlega ófróður um menn og málefni á fyrra hluta
13. aldar. Frekar er skiljanlegt, að slikt gæti hent þann,
sem ætlaði einungis að skjóta ættarmunnmælum inn i
rit annars manns. Honum gat frekar orðið á að gleypa
við slikum sögnum að órannsökuðu máli heldur en
manni, er safnað hefði efni i heila sögu, að nokkuru
eftir vitnisburði samtiðarmanna og sjónarvotta.

Yegna þess, live hér skakkar miklu, verður að telja
þessa frásögn eins unga og auðið er, ]). e. ekki eldri en
Sturlungu. Mætti þó furða sig á þvi, að afkomanda
Þorvalds Gizurarsonar í 3. lið skyldi geta skjátlazt svona
liraparlega um börn lians. Það er og ljóst, eins og" siðar
vex-ður sýnt fram á (sbr. 126. kap.), að safnanda
Sturl-ungu var vel kunnugt um aldur Gizurar. En Sturlunga
ber þvi vitni, að safnandi hefur þó að minnsta kosli, ef
ekki frumsamið þessa sögu, þá tekið liana trúanlega og
ritað hana upp, án þess að sjá ástæðu til leiðréttingar.
En þar sem iiann hefur ekkert haft að athuga við þessa
frásögn, verður því ekki haldið fram, að liann hafi
hlot-ið að liafa liana úr skrifaðri heimild, þegar allar aðrar
likur benda til þess, að beimild hans hafi verið
munn-leg og að hann hafi frumritað þetta.

Eins og Jón Þorkelsson tekur fram, er þetta ritað
til þess að sýna einurð Gizurar. Minnir þetta nokkuð á
fi’ásögnina um Ólaf helga og Harald bróður hans, þótt

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0121.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free