- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
30

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

(30

UM ÍSLENDINGA SÖGU

í 16. kap. er rangliermt, að Guttormur erkibiskup
liafi leyft sambúð þeirra Þorvalds og Jóru
biskupsdótt-ur. Þetta hefur verið um 1186. Þá var Eysteinn
erki-biskup i Niðarósi (1161—1188), en Guttormur ekki fyr
en löngu siðar (1216—1224). Vart er ætlandi, að
sagna-ritari á 13. öld hefði gert sig sekan i þvilikri skekkju.
Verður þvi að gera ráð fj’rir, að þátturinn sé sem
yngst-ur, eða ekki eldri en Sturlunga, og saminn af manni,
sem litt liafði fengizt við sjálfstæðar sögurannsóknir.
Vera má þó, að þetta sé ritvilla.

Enn er ótalið eitt atriði, sem styður það, að
þátt-urinn sé saminn við Breiðafjörð. Lát Teits ísleifssonar
er miðað við fæðing Hvamms-Sturlu, og er eðlilegt, að
safnandi Sturlungu gerði slikt, þar sem á undan var
komin löng saga um liann. En aftur er lítt skiljanlegt,
hvað öðrum hefði gengið til, einkum ef höfundurinn
væri skagfirzkur eða sunnlenzkur. Það kemur heim við
tal Iíróksfjarðarbókar, að Teitur liafi dáið 5 vetrum fyr
en Sturla væri fæddur, þvi að i lienni stendur, að Sturla
væri 67 ára, þegar liann lézt.1) Það er því ekki rétt, sem
B. M. Ólsen segir, að liér sé ósamræmi milli íslendinga
sögu og þáttarins,2) en sú fullyrðing lians stafar af þvi,
að í báðum elztu útgáfum Sturlungu stendur ranglega,
að Hvamms-Sturla yrði 68 ára.

Sé þessi niðurstaða um höfund þáttarins rétt,
skiptir það litlu, hvort safnandi Sturlungu hefur samið
þáttinn sérstakan, áður en hann ritaði Sturlungu, eða
um leið og hann var kominn liingað i frásögninni. Á
liið fyrra gæti það bent, að i 3. kap. ísl.s. er skotið inn
grein, sem virðist vera úr Haukdælaþætti, um
mein-bugina á lijónabandi Þorvalds Gizurarsonar og Jóru
biskupsdóttur.3) En þó að svo liafi verið, verður að

1) Sturl.3 I. 231. — 2) Safn III, 305—30G. — 3) Ekki er ljóst,
hvers kyns þessir ineinbugir voru, en varla getur verið um of
náinn skyldleika að neða. Ef til vill er hér að ræða um misskilning,
að höfundur þáttarins liafi ruglazt á þeim feðgum, Þorvaldi og
Giz-uri, því að meinbugir voru milli Gizurar og Gró Álfsdóttur, og leyfðu
kennimenn ekki hjónaband þeirra fyr en árið 1252; þá var yngsti
son-ur þeirra 14 vetra (218. kap., Sturl.3 II, 133).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0116.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free