- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
16

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

16

UM ÍSLENDINGA SÖGU

þess að ætla, að liér sé ekki rétt sagt frá, eftir þvi sem
atvik lágu til. Um langt skeið liafði verið róstusamt i
landi, flokkadrættir og stórdeildir á þingum og i
sveit-um. Alloftast var einhver Sturlunga annars vegar, og
oft hélt við voða milli þeirra frænda. Gizur hefur ef til
vill órað fyrir, að til stærri tiðinda hlyti að draga, eftir
þekkingu lians á skaplyndi þeirra manna, sem þá voru
liér ríkastir. Hann hefur talið sér vænst að ganga ekki í
flokk með neinum, meðan hann gæti setið hjá, enda var
hann náfrændi eða venzlamaður allra þeirra manna,
sem hér eiga hlut að máli. Honum tókst einnig að sitja
hjá deilum manna, meðan sætt var, eða þangað til
Sturla Sighvatsson sveik hann á sitt vald, og Gizur varð
að vinna það sér til lifs, að sverja Sturlu trúnaðareið og
lieita utanför sinni. Að hann snerist eftir það á móti
Sturlu með öllum sinum afla og kappi, ætti ekki að
vera oss undrunarefni. Það er þvi hvorttveggja, að hér
mun rétt frá skýrt og vafasamt, hvort skoða eigi þessi
ummæli sem last. Oss brestur þvi öll rök til þess að
segja, að hér sé „Gizuri beinlinis gert rangt til" og að
þetta sé „bersýnilega sagt til þess að niðra Gizuri og
sýna fals lians, fláræði og tviveðrung." Hinsvegar er þvi
ekki að neita, að i 121. kap. er það beinlinis gefið i skyn,
að Gizur hafi borið kápuna á báðum öxlum. Þá var sem
mestur fjaiHl.skajnir með þeim frændum, Snorra og
Sturlu, og fór Snorri suður til Reykja og var með Gizuri
um föstuna. „Var þá allvel með þeim mágum. Góð orð
fóru þá í millum þeira Gizurar ok Sturlu."1) Þetta er,
eins og BMÓ tekur fram, „sett svona livað hjá öðru af
ásettu ráði til að sýna tvöfeldni Gizurar", en þó gerir
liann ráð fyrir, „að þetta sé eða kunni að vera satt og
rétt í alla staði", og’ ætti framsetning sögunnar þá að
vera réttlætt.

Hafi Sturla Þórðarson látið þá tillineiging, sem
lion-um er gerð hér upp, að halla á Gizur, leiða sig nokkurn
tima i freistni, var aldrei betra tækifæri til þess lieldur

1) Sturl.3 I, 427. — 2) Bisk. I, 553. — 3) Sturl.3 I, 530—531.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0102.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free