- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
8

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

(8

UM ÍSLENDINGA SÖGU

kap. úr Prestssögunni (imi 1190—1197), og" á eftir þeim
niöurlag Guðmundar sögu dýra (25.—26. kap.,
viðburð-ir um 1200 og andlát Guðmundar 1212). En að lienni
lokinni rekur hann Prestssöguna til 1201 (17.—19. kap.)
og tekur síðan til íslendinga sögu.

Guðmundar saga dýra og Prestssagan eru mjög
ó-likar að efni, og er þvi vandalaust að greina þær i
sund-ur. En þar sem þær gerast um sömu slóðir, liefur ekki
hjá þvi farið, að drepið væri á einhverja atburði i
báð-um sögunum. Má vera, að safnandi liafi einhvers
stað-ar fellt úr annari sögunni, þar sem liin hafði sagt frá
sama atburði, en þó hefur liann ekki með öllu varazt
að skrá sama atburðinn tvisvar, og á ólikan hátt. I 15.
lcap. Prestssögunnar1) er svo sagt, að Sumarliði
Ás-mundarson2) hafi verið veginn að tjöldum, en völd
þess vígs liafi verið kennd Snorra Grimssyni,
bræðr-ungi Guðmundar Arasonar. Veitti Brandur biskup
þeim lið, er mæltu eftir Sumarliða, og vildi láta bera
kviðu á Snorra um fjörráð og vettvangsbjargir við
veg-andann, en hann er nefndur Brandur. En af orðum
Guðmundar Arasonar og margra annara merkra
manna, er Snorra veittu lið, lét Þorlákur biskup bera
kviðu af Snorra um fjörráð. I Guðmundar sögu dýra,
7.—8. kap.,3) er greinilega sagt frá viðskiptum þeirra
Snorra og Sumarliða. Eitt sinn, er Sumarliði var að
Gásum og stóð þar undir klyfjum, vék Brandur sér að
honum og særði hann banasári, en Sumarliði liafði
áð-ur lirakið Brand og leikið liann grátt. Þorsteinn
Urða-Steinn var þar lijá og vildi taka Brand, en var lialdið
af Snorra, sem hafði viljað mægjast við Sumarliða, en
var synjað konunnar. Guðmundur dýri tók við
eftir-málinu og sótti Snorra um vettvangsbjargir og fjörráð.
Var sæzt á málin á þingi, og galt Snorri 12 hundruð og
varð héraðssekur. Hér er sagt tvisvar frá sama
atburð-inum og með allmiklum atvikamun, og var þó auðvelt
að komast hjá þvi. Enn er i 15. kap. Prestssögunnar get-

1) Sturl.3 I, 220. — 2) Svo i Resensbók og Guðm. s. dýra.
Safn-andi hefur mislesið eða misritað Önundarson. — 3) Sturl.3 I, 171-—173.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0094.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free