- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
21

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

VÍNLA.NDSFERÐIRNA.R 21



fyrir, að þeir væru komnir til Vinlands. Er þeir
könn-uðu landið um sumarið (1003), hafa þeir sjeð
Láren-tíusarfjörðinn ofan-af Gaspé-skaganum, einkum hafi
Straumfjörður verið Hitafjörður, en ekki hafa þeir sjeð
fyrir botninn á Lárentiusarfirði. Enn fremur mun mega
gera ráð fyrir, að þeir hafi komizt að raun um, að
Straumfjörður gekk ekki inn frá úthafinu sjálfu, heldur
sjerstökum flóa (Lárentiusarflóanum), og að eyjar eða
skagi var á milli. Ekki er óliklegt, að þeir hafi orðið
varir við Kumbarafjörð (Cumberland basin),
suðvestan-við Grænafjörð (Baie verte), þvi að milli þeirra er
til-tölulega mjótt eiði, 25 km. að breidd.

Um vorið 1004 lögðu þeir Þorfinnur upp og i annan
stað Þórhallur veiðimaður, að leita Vinlands. Hefst
frá-sagan þannig: »Svá er sagt, at Þórhallr vill fara norðr
fyrir Furðustrandir, at leita Vinlands, en Karlsefni vill
fara suðr fyri landit«.

f»að er nú harla óliklegt, að hjer sje alls kostar
rjett að orði komist um fyrirætlan Þórhalls; en þetta
á ef til vill að skilja svo, að Þórhallur hafi í rauninni
ætlast annað fyrir, þótt hann ljetist vilja fara norður
fyrir Furðustrandir til þess að reyna að komast alla
leið til Vinlands. Þórhalli hefur sjálfsagt aldrei komið
til hugar, að »fara norðr fyri Furðustrandir, at leita
Vinlands«, og af frásögninni um ferð hans og vísum
þeim, sem eptir honum hafa verið hafðar, má sjá, að
honum hefur raunar verið hitt í hug, þá er hann orti
hina siðari visuna, að fara aptur heim til Grænlands.
En ferðasaga Þórhalls er svo: »Býst Þórhallr út undir
eynni ok verða þeir eigi fleiri saman en .IX. menn, en
allt annat lið fór með Karlsefni. En er Þórhallr bar
vatn á skip sitt ok drakk, þá kvað hann vísu:

Hafa kváðu mik meiðar
malmpings, es komk hingat,
(mér samir land fyr lýðum
lasta) drykk enn bazta;
Bilds hattar verðr byttu
beiði-Týr at stýra;

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0039.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free