- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Sjötta Bindi /
19

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

VÍNLA.NDSFERÐIRNA.R

19

Halldór Hermannsson heldur því fram,1) að
Straum-fjörður sje Hitafjörður (Baie de chaleurs, Chaleur bay),
sem er sunnan-við Gaspé-skaga og gengur þar inn í
Nýju-Brúnsvík úr austri. Þar liggur »ein ey fyrir utan«,
Miscou-ey, eða raunar tvær, hin heitir Shippigan-ey,
en sú ástæða kynni að hafa verið til þess að hennar hefði
ekki verið getið, að hún er nærri áföst við hina
fyr-nefndu. Ef til vill gátu þeir álitið hana nes, því að
sundið, er slítur hana frá skaganum sunnan-við
fjörð-inn, er örmjótt. — Tvær eyjar minni (Pokesudi-ey og
Caraquet-ey) eru innar og þó norðan-við skagann. —
Um Miscou-ey eru vafalaust straumar miklir, er sjór
fellur inn og út, því að tíu feta mismunur kvað vera á
yfirborði sjávar inni í firðinum innst um flóð og fjöru.
Fuglalíf er sagt mjög mikið í eynni enn í dag, en enginn
þarf að gera ráð fyrir þvi, að nú sje á þessum slóðum
nokkur sú ey, sem svo mörg æður sje í, að varla megi
þar ganga fyrir eggjum. — í Straumíirði »var fagrt
landsleg«, segir i sögunni. Halldór Hermannsson vitnar
í lýsing Jacques Cartiers af Hitafirði, en Cartier mun
hafa komið þangað fyrstur allra Norðurálfu-búa á
síð-ari öldum og var það í septembermánuði 1534. Lýsing
hans er á þessa leið: »Hjeraðið að sunnanverðu við
þennan fjörð er ekki síður gott land en fagurt á að
horfa, ræktanlegt alt og alþakið engu ófegurri ekrum
og engjum en getur að líta annars staðar, og sljettar
eru þær sem stöðupollur; en að norðanverðu er
há-lent; þar eru fjöll og vaxin hávöxnum viði, margs
konar, þar á meðal sedrusviði og fallegustu furutrjám,
svo miklum, að smiða mætti af þeim siglutrje,
nægi-lega stór i hafskip, er væru 300 smálesta eða stærri.
Sáum vjer þar hvergi opið rjóður í skógunum, nema
á tveim stöðum, þar sem lægra var landið, og voru
þar yndisleg engi og vötn«. Siðan hrósar hann mjög
loptslagi á þessum slóðum, og jarðargróða, er þarna
vaxi, villikorni og ýmsum berjategundum; segir hann

1)1 greininni »The Wineland voyages«, bls. 110—112.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:05:49 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/6/0037.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free