- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
693

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

UM ÍSLEN’ZK MANNANÖFN.

693

réttara horf, með því að tekinn væri upp aptr sá siðr
forn-rnanna, að sækja nöfn lengra fram í ættina en til föður og
móður, og velja síðan úr þeim hin fegrstu og þjóðlegustu, en
sleppa hinum, sem hafa útlendan keim eða bera klaufasnið á
sér. Hafi maðr ekkert laglegt og viðkunnanlegt nafn nærri sér,
þá er ekki annað en að fá það úr fornsögunum, enda geta menn
vel látið heita eptir ættfeðrum sínum og ættmæðrum með því
móti, því að flestir íslendingar munu vera komnir í einhverja
ættkvísl frá þeim landnámsmönnum, er létu fjölment afkvæmi
eptir sig, og jafnvel frá ýmsum kynsælum mönnum, er síðar
voru uppi. fannig má taka upp mörg falleg nöfn frá fornöld,
-og er það nær en að taka upp nöfn úr útlendum skáldsögum,
eins og sumir hafa gjört. Eigi væri heldr neitt á móti því, að
■menn fylgdu stundum hinum forna sið1), að vikja ættgengum

’ Storm (Ark. IX. 199—222) hefir sýnt fram á það, að sá siðr, að
hafa erfðanöfn, eða láta heita eptir látnum frændum, sé yngri hjá
germönsku þjóðunum heldr en hinn, að setja saman nokkra
ætt-genga nafn-stofna með ýmsum tilbreytingum, en endrtaka ekki
beinlínis sömu nöfnin, og tekr hann ýms dæmi því til sönnunar,
svo sem ætt Vandalakonunga, þar sem fyrst er nefndr Gundegisel,
þá synir hans Gunderich og Genserich, þá synir Genserichs:
Hune-rich, faðir Hilderichs, Theoderich og Genso, þá synir Gensos:
Gelarich, faðir Gelimers, Gundamund og Thrasamund. Hér
skipt-ast foriiðirnir Gund-, Gens-, Gel- og viðliðirnir -rich og -mund á
við fáeina aðra nafnstofna. Líkt stendr á fyrir ætt
Borgundakon-unga (Gjúkunga), þar sem nefndir eru Gundahar, Gundeuch, Gundo ■
ba(!)d, Sigimund og Sigerich, en jafnframt eru þar endrtekin nöfnin
Godomar og Gundobad, eins og Alarich og Theoderich hjá
Vest-gotum og Chlodvig, Mervig, Chlothar o. fl. hjá Forn-Frökkum, og
er það vottr þess. að ný venja er að ryðja sér til rúms, nl. sú, að
láta nöfn ganga óbreytt frá feðrum til niðja (sbr. Tím. Bmf. XV.
264—65). þegar sannar sögur hefjast hér á Norðrlöndum, er það
orðið alsiða, að láta heita eptir (látnum) forfeðrum og frændum,
en þó virðist hinn eldri siðr hafa haldizt jafnframt, að minsta kosti
í sumum ættum. þórðr gellir hefir t. d. getað fengið nafn sitt
(eiginlega: þórröðr) af tveimr stofnum í nöfnum þeirra ^orsteins
(rauðs) og Guðröðar, forfeðra sinna, og þorkell kuggi, sonr hans,
kynni að vera heitinn eptir þorsteini rauð og Katli flatnef (sbr.
Ln. II. 15. 19). Geirr goði er sonr Ásgeirs og ^orgerðar, og
por-geirr heitir bróðir hans (Ln. V. 12]. Siýhvatr rauði á Si^mund
fyrir son, hann lætr aptr heita Sipfús og meðal Sigfússona eru
jfaldir Sipmundr og %urðr iLn. V. 8, Nj. 34.)) í ætt Sléttu-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0703.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free