- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
673

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

OM ÍSLENZK MANNANÖFN.

673

mannsnafn. það er auðvitað miklum erfiðleikum bundið, að
greina sundr þessa orðstofna (»valah« og »vaU) eða ákveða, af
hverjum þessara stofna hvert naí’n sé runnið, sem byrjar á Val-,
enda má vel vera, að þeir hafi stundum verið báðir settir framan
við sama viðlið, hvor í sínu lagi1), og verðr hér að fara eptir
því, sem líklegast þykir, þegar gáð er að merkingu liðanna og
nöfnin borin saman við samsvarandi nöfn í öðrum germönskum
málum. Ekkert af nöfnum þeim, er byrja á Val-, er algengt
meðal vor, nema Valgerðr, en þó tíðkast líka kvenmannanöfnin
Valborg og Valdís og karlmannanöfnin Valgarðr, Valgeir og
Val-týr, sem er nafn á Óðni í fornum skáldskap, en finst ekki sem
mannsnafn í fornritum, og kann því að vera sprottið af þýzka
nafuinu Walther, sem samsvarar eiginlega hinu norræna nafni
Valdarr. En hvað sem þvi líðr, þá er Valtýr rétt myndað
ís-lenzkt nafn, og ekkert á móti að halda því í þessari mynd.

146. Yald- = ráð, yfirráð, er algengt orð í samsettum
mannanöfnum; er það bæði haft í forlið og einkum í viðlið, og
þýðir valdr þann, sem er ráðandi einhvers (»Hörða-valdr« haft
í kvæðum um Noregskonung, »gálga-valdr« um Óðin o. s. frv.).
Af þvi er dregið karlmannsnafnið Valdi (á þ. Waldo), sem
hitt-ist enn á stöku stöðum hér á landi. Annars eru það fá nöfn,
sem byrja á Vald-, og eru helzt þeirra Valdarr og Valdamarr,
en hvorugt þeirra er algengt nafn í fornritum, og að eins hið
8Íðara er nú tíðkanlegt, en eigi virðist það hafa náð neinni
út-breiðslu á Norðrlöndum, fyr en eptir daga Valdamars Knútssonar
Danakonungs, er var (í móðurætt) kynjaðr frá Garðaríki, en þar
var nafnið ættgengt í konungsættinni (Vladimir eða Volodimir
— því Slavar gjörðu vald að vlad eða volod, eins og áðr er
sagt). Aptr eru það mörg nöfn, sem endast á -valdr, er
stund-um verðr að -aldr (t. d. Arnaldr, Haraldr, Hróaldr; Rögnvaldr,
f’orvaldr) og sum endast á -valdi (eða -aldi, t. d. Ávaldi,
Sig-valdi, |>óraldi). Ýms af nöfnum þessum eru enn tíðkanleg, svo
sem Haraldr, Rögnvaldr, porvaldr, og Sigvaldi. Hjá þjóðverj-

1 Valdís og Valgerðr geta t. d. eins vel táknað >suörœna drós« (svo
er Ölrún Iíjársdóttir af FaZlandi nefnd í Völ.-kv. 1. er.) eins og
veljandi (valkyrju). Valborg heldr Munch að sé s. s. liið þ^zka
Waldburg, (Waldpurc), og hefði þá Vald- verið stytt í Val-, likt
og í þ. (Walburg). Sbr. Valbrandr og þ. Waltprant.

43*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0683.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free