- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
670

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

670

UM ÍSLENZK. MANNANÖFN.

eru Ingunn, Jórunn, Steinunn og fórunn algeng nöfn, Sæunn
fá-gætara, en Dýrunn og Ljótunn fátíð, þótt þau finnist á stöku
stöðum.

143. Úlfr var algengt karlmannsnafn í fornöld, en nú
sjald-haft út af fyrir sig. En í miklum fjölda samsettra
karlmanna-nafna er það haft sem viðliðr, og í nokkrum nöfnum sem
for-liðr. Mörg af nöfnum þessum eru enn tíðkanleg, og hefir -úlfr
optast breytzt í -ólfr, sem er svo stundum dregið saman við
for-liðinn, svo að hann styttist um samstöfn, t. d. Hrólfr fyrir Hróðúlfr,
Hróðólfr; Snjólfr fyrir Snæúlfr, Snjó-úlfr; Sjólfr fyrir Sæúlfr.
Algeng nöfn eru Brynjólfr, Eyjólfr, Runólfr, og auk þess finnast
hér og hvar Björgólfr, Herjólfr, Ingólfr, Steinólfr, J>órólfr og
Örnólfr. Sömuleiðis finnast enn: karlmannsnafnið Úlfar og
kvennanöfnin Úlfheiðr og Ulfhildr. En í fornöld voru miklu
fieiri nöfn af þessum stofni tíðkanleg, og eru af fám orðum í
norrænu fleiri mannanöfn mynduð, en orðinu íilfr, enda var
slíkt eigi svo óeðlilegt á þeirri öld, þegar nálega hver
afreks-maðr var með úlfhug til annars, og margir ofstopamenn uppi
»fullir upp úlfúðar« (Egilssaga 25. k.). En auk þess má vel
vera, að nöfn þessi standi í sambandi við fornar
trúarhug-myndir og goðsögur, þar sem úlfrinn hafi táknað einhverja æðri
veru (svo sem Völund, sjá V. R.: Germ. M. I. 742). Verið
getr líka, að sum nöfn, er endast á -ölfr, sé dregin af -álfr,
en þau munu þó færri vera. Annars eru mörg af þessum
nöfn-um falleg og fræg af sögum, og svo samvaxin þjóðerni voru, að
þau ættu með engu móti að leggjast niðr. Nöfn þessi voru
út-breidd um öll Norðrlönd, og í germönskum málum var líka mikið
til af samstofna nöfnum. Hjá Gotum finst t. d. Vulfila (o :
lít-ill úlfr), sem Grikkir og Rómverjar hafa breytt í Ulphilas, (svo
hét biskup Gota (f 388), er snaraði ritningunni á mál þjóðar
sinnar; er enn til brot af þeirri þýðingu, og eru það hinar
helztu menjar gotneskrar tungu). Hjá Forn-Englum voru
tíðk-anleg nöfnin Wulfhere (Úlfarr), Wulfnoð (Úlfnaðr e. Úlfnannr?)
Wulfstán, Æðelwulf, Friduwulf o. fl., hjá f>jóðverjum Wolfgang,
Wolfram o. fl.

144. Vagn er nafn, er virðist einkum hafa átt heima i
Danmörku í fornöld, og er það frægt orðið af hinum hrausta
Jómsvíkingi Vagni Ákasyni, er mun vera hinn fyrsti maðr með
því nafni, er sögur fara af. En síðan finst það ósjaldan í
dönsk-um árbókum og fornskjölum, og virðist þá mest hafa tíðkazt

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0680.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free