- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
658

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

658

UM ÍSLENZK. MANNANÖFN.

Sigwart, á d. Sivard, Sivert. Sigvarðr hefir orðið að Sigurðr á
sama hátt og Auðvin að Auðun. Á Sturlunga-öldinni var
út-lendr biskup í Skálholti, er Sigvarðr er nefndr (en þó stundum
Sigurðr), og virðist hann hafa verið annaðhvort danskr eða
þýzkr að ætt, því að Norðmenn sögðu »Sigurðr« eins og vér,
enda er faðir biskups þessa nefndr þýzka nafninu f>éttmarr
(Dietmar, á norrænu þjóðmarr). Annars er það merkilegt, að
fjóðverjar hafa ekki kallað Sigurð Fáfnisbana Sigwart, heldr
Sigfried, sem samsvarar »Sigfreðr« hjá oss, og gefr það grun
um, að Völsungasögurnar sé ekki jafngamlar hjá báðum
þjóð-deildunum, Norðrlandabúum og pjóðverjum, heldr hafi
önnur-hvor hiotið að fá þær frá hinni, en vilzt á nafni kappans, og
valið honum annað nafn en það, sem samstætt var hinu
upp-runalega eptir iögmáli tungnanna. Nú munu flestir ætla, að
for-feðr vorir hafi fengið sögurnar frá fjóðverjum, og hafi þeir þá
farið vilt í því, að setja Sigurð í staðinn fyrir Sigfroð (Sigfried).
í dönskum fornkvæðum er Sigurðr Fáfnisbani kallaðr Sivard
Snarensvend (= Sigurðr sveinn). Sigi (nafn eins af sonum
Óð-ins, ættföður Völsunga) er af sama stofni (á þ. Sigo, Sicco).
Fjöldi samstofna nafna finst í fe. og þ., svo sem Sigebriht,
Sige-burh, Sigefús, Sigehere; Sigibald, Sigiberga, Sigebrecht, Sigirun
o. m. fl.

122. Skapti er einkennilegt nafn fyrir íslendinga, og mun
það vera runnið frá auknefni formóðar skapta landnámsmanns,
langafa Skapta lögsögumanns (1004—1030), er var eian af
hin-um mestu ágætismönnum á sögu-öld vorri, og einhver fyrsti
maðr með þessu nafni, sem mun aldrei hafa orðið algengt í
forn-öld og er enn fátítt, þótt það hafi haldizt við um fullar 3 aldir
í ætt Skapta prófasts Loptssonar að Setbergi (f 1621) og sé
þjóð-legt nafn og liðlegt. Að öllum líkindum er það dregið af
»skapt« (o: spjótskapt, skotvopn, sbr.: »skjóta skapti að e-m«)>
en skapt er komið af sögninni slcafa, með því sköptin voru
skafin (fáguð, hefiuð, sbr. »skeyti skófu« í Eígsþulu). Alt annað
nafn er Skopti, er bæði tíðkaðist í Noregi og bér á landi í
forn-öld, og virðist það vera dregið af sJcopt = hár, og gæti þýtt
hárprúðan mann.

123. Skúli er tíðkanlegt nafn að fornu og nýju, en þó
ekki mjög algengt. Samstofna er ef til vill Slcýli eða Shjli, og
er það eitt af heitum konunga í Eddu, því að svo er nefndr
einn af sonum Hálfdanar gamla, og sömuleiðis sonarsonr (Skyli

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0668.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free