- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
637

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

598 tJM ÍSLENZK MANNANÖFN.

637

sína heita Randalín (hún giptist 1250 Oddi fórarinssyni, hélt
búi á Valþjófsstöðum eptir fall hans 1255 og hefir orðið yfir
100 ára, ef hún er sú Randalín Filippusdóttir, er ísl. A. (VIII.
354) telja dána 1348). Nafn þetta er nú mjög fátítt, enda eigi
viðkunnanlegt, og sama er að segja um Veigalín, sem er rétt
kvenkenning, en miðr fallið til að vera nafn, og Svíalín, sem
tekið er eptir útlendum miðaldakvæðum eða riddarasögum. Lína
hefir líka verið haft sem viðliðr í ýmsum samsettum
nýgjörv-ings-kvennanöfnum, t. d. Berglína, Friðlína, sem eru mjög fátíð,
og Sigrlína, sem er nokkru tíðkanlegra, en þótt þau sé ekki
beinlínis rangmynduð, þá hafa þau enga forna heimild við að
styðjast, og væri réttara að taka upp í þeirra stað fornu og
þjóðlegu nöfnin: Berglinn, Friðlinn, Sigrlinn.

91. Ljótr og Ljót voru tíðkanleg nöfn í fornöld, einkum
hið fyrnefnda, og enn tíðari voru samsett nöfn af þeim stofni,
t. d. Arnljótr, Úifijótr, £orljótr, Ljótólfr, Bergljót, Ljótunn, og
enn er Lýtingr af sömu rótum. Líklega hafa nöfn þessi verið
í fyrstu tekin upp með tilliti til hermanna, er vekja ógn hjá
óvinum sínum, og gjöra þeim Ijótan skaða, og með því að konur
gengu stundum i bardaga í forneskju (valkyrjur, skjaldmeyjar)
þá er eigi svo undarlegt, þótt slík nöfn væri líka gefin þeim.
Hjá J>jóðverjum tíðkuðust einnig nöfn af þessum stofni, t. d.
Liuzo, Adalleoz, Raginleoz o. s. frv. (orðið ljótr er á fþ. liuz,
leoz, liut). Aldrei munu nöfn þessi hafa verið tíð hér á landi1),
og nú eru þau flest lögð niðr, en þó tíðkast sum enn í dag, svo
sem Arnljótr, Bergljót, Ljótunn, og ætti enginn ’að fælast þessi
fornu og þjóðlegu nöfn.

92. Loptr er tíðkanlegt karlmannsnafn bæði að fornu og
nýju; mun það vera dregið af lopt og var eitt af nöfnum Loka
(Hyndl. 41, Lok. 6,19), og sömuleiðis eitt af heitum Völundar (Fjölsv.
26), er og var nefndr Byrr (Völ.kv. 12), og Gustr (Sig. F. II. 5)
sjá V. R.: Germ. M. I. 573, 731), enda flugu báðir í loptinu.
Hér á landi gekk Lopts-nafnið í fornöld í ætt Oddaverja, og
seinna mun það hafa nokkuð breiðzt út frá Lopti Guttormssyni
ríka (f 1432)2), en nú er það aptr orðið heidr fátítt. Annað

’ þau hafa fundizt á stangli um öll Norðrlönd, en hvergi margt af

þeim (sjá DN., Rv., ON.).

2 í Sýslum. I. 139 er rakin ætt Lopts og nafn til Lopts Svartssonar
Bp. I. 679, sem líklega hefir verið af ætt Oddaverja.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0647.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free