- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
621

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

598 tJM ÍSLENZK MANNANÖFN.

621

nefndr Oskold (Askold), sem víst mun vera sama nafn, þótt það
finnist annars ekki meðal Svía (V. Th.) eða Dana (0. N.).

72. Ið-. Af þessum stofni, sem táknar sífelda athöfn,
endrtekning, endrnvjun eða ynging (sbr. iðulegr, iðurmæltr) eru
dregin ýms goðfræðileg heiti, svo sem Iði, Iðmundr (H. Hjörv.
2), Iðunn, og (ef til vill) ívaldi (fyrir Iðvaldi, Germ. M. I. 131
—132) eða ívaldr, sem (í Forsp. 6.) er talinn faðir Iðunnar, er
varðveitti ellilyf Ása, epli þau, er yngdu goðin sífelt upp aptr,
og endrnýjuðu krapta þeirra og fegrð. Iðunn var líka
tíðkan-legt kvenmannsnafn hér á iandi í fornöld, og hefir haldizt til
vorra tíma. Iðbjörg er líklega sama nafn og Auðbjörg, eins og
Eðný er s. s. Auðný, þótt líka mætti hugsa, að Eö- væri
af-bökun úr /<?-, en þá væri nærri sama þýðing í forlið og viðlið
nafnsins Eðný, ef bæði iö- og -ný táknar endmýjun eða ynging.
Dætr ívalda voru gróðrardísir, er réðu fyrir nærandi vökva
(Germ. Myth. I. 150, — því er Iðunn kölluð »Ölgefn« í
Haust-löng) og efldu hina stöðugu endrnýjun jarðargróðans, og þar sem
ein þeirra heitir Signý (öðru nafni Alveig = Ölveig), má vel
vera, að önnur (Auða) hafi heitið Auðný (Eðný) og hin þriðja
(Iðunn, er næst stóð goðunum) Goðný. Annars er ein af
dætr-um Gjúka Ivaldssonar nefnd »Guðný< (í Sn. E. og Fas.2 II. 9).

73. Ing-i eða Yngvi er eitt af hinum elztu og merkustu
nöfnum hjá Norðrlandabúum og germönskum þjóðum yfirleitt.
Ein af aðai-deildum Germana í fornöld nefndist Ingævones
(Inguæones), eptir því sem Tacitus segir, og tóku þeir nafn sitt
af Ingævo (o: Yngva), sem var einn af höfuðfeðrum Germana.
Sögur vorar telja líka Yngva ættföður Ynglinga í Svíþjóð, og
segir Snorri (Yngl. 20. k.), að Yngvi hafi hverr þeirra ættmanna
verið kallaðr alla æíi. Uppruni og þýðing nafnsins er óljós, því
að það getr varla verið skyltorðinu »ungr«, þótt Viktor Rydberg
hafi bent á (Germ. M. I. 101), að það muni fyrst hafa verið
gefið »Skef« (Skelfi) = Heimdalli, er goðsögur segja að kæmi
barnungr til Skáneyjar, einn á, báti, og væri tekinn þar til
kon-ungs1). Til hans munu hafa talið ætt sína bæði Skjöldungar og
Skilfingar (= Ynglingar), og ætlar V. E. (G. M. I. 116), að
Yngva-nafnið hati sérstaklega fest sig við Svipdag (o: Eirík
málspaka) ættföður Ynglinga, og lúti það að sögu hans, sem

1 Sbr. H. P.: Grundriss d. g. Ph. I. 1055 (VI. § 49) þar sem >Ingvæo<
er þýtt með »hinn komnu.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0631.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free