- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
619

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

598 tJM ÍSLENZK MANNANÖFN.

619

stofn þessi hafa verið jafntiðr í mannanöfnum og á Gotiandi
(Lilj.).

69. Hug- er stofninn í hugr (manns) og eru ýms nöfn af
honum mynduð. Hugi kemr fyrir í Snorra Eddu (í sögunni um
ferð }Jór3 til »Útgarðaloka«) sem nafn á hugmyndarveru
nokk-urri, en virðist annars eigi hafa verið tíðkað hjá forfeðrum
vor-um sem mannsnafn út af fyrir sig, þótt svo geti reyndar verið
(sbr. DN. I.), fyrst það tíðkast nú á dögum hjá almúga í
Nor-egi. Hjá þýzkum þjóðum var aptr Hugo algengt nafn (á ensku
Hugh, á fr. Hugues). Fleiri nöfn, sem byrja á Hug- eru
al-geng meðal flestra germanskra þjóða, t. d. Hugbert (Hubert) á
fe. Hygebeorht, á ítölsku Uberto (Umberto); Hugbald (Hubald)
á ít. Ubaldo. Fá af þessum nöfnum finnast í fornritum vorum,
en þó er Hugleikr mjög gamalt nafn, því að svo hét hinn fyrsti
höfðingi af Norðrlöndum, sem vér höfum fullkomlega
áreiðan-legar sögur af. Hann befir verið konungr Jóta (Dana eða
Gauta?) og er þess getið í fornum frakkneskum árbókum, að
hann fór herferð til Rínarósa snemma á 6. öld, og féli þar i
orustu, er hann átti við Theodebert, son Theoderichs
Ástrasiu-konungs árið 515. Hann er þar nefndr Chochilaicus, samkvæmt
framburði Fom-Frakka, en í hinni fornensku Beowulfs-kviðu er
hann nefndr Hygelac. Bæði Snorri og Saxi geta um
fornkon-unga með Hugleiks-nafni, en nafnið er misritað hjá Saxa
»Hug-letus» fyrir Hugiecus, og hafa svo íslendingar á seinni öld gjört
úr því »Hugglaðr«, og sumir látið heita því nafni í stað liins
rétta nafns Hugleikr, sem ekkert væri á móti að taka upp aptr,
þótt það tíðkaðist lítt eða ekki hér á landi í fornöld, en aptr á
móti var það haft í Noregi, því að Hugleikr hét faðir Auðunar
hestakorns, norræns höfðingja, er bar jarlsnafn yfir Islandi seint
á 13. öld. Fáein kvenmannanöfn, dregin af þessum stofni,
finn-ast nú hér á laudi (en ekki í fornritum) t. d. Hugborg, Hugbót,
Hugrún, og verðr ekki sagt að þau sé rangmynduð. Eitt nafn
er til, þar sem Hugi er viðliðrinn, ni. Illhugi eða Illugi, var það
algengt í fornöld, og eigi mjög fágætt enn, þótt mörgum þyki
það Ijótt, með því að það merkir eptir orðunum »þann, sem er
með illum hug«, en með því hefir eflaust verið átt við þann,
sem var gjarn til ófriðar eða fús á að berjast, en það voru flestir
hreystimenn á víkingaöldinni.

70. Húim hefir stundum verið haft fyrir mannsnafn í
forn-öld (Heið.) og eru ýms forn mannanöfn lika sett saman með þeim

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0629.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free