- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
600

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

600

UM ÍSLENZK. MANNANÖFN.

Guð-, eru með hinum aigengustu mannaheitum á landi voru,
svo sem karlmannsnafnið Guðmundr og kvennanöfnin Guðbjörg,
Guðfinna, Guðlaug, Guðný, Guðríðr, og einkum Guðrún, sem er
algengasta kvenmannsnafn á íslandi. En því miðr hafa þessi
nöfn orðið fyrir því óhappi, að vera notuð til öfugra og
afkára-legra samsetninga, sem ætti als ekki að tíðkast, og rnun orsökin
vera sú, að fólk hefir viljað láta börn sín heita eptir tveimr í
senn, og þótt þá aldrei Guðs nafni of aukið, "jafnvel ekki þótt
það bættist framan við útlend nöfn og orðstofna, og nafnið yrði
með því málleysa, markleysa eða orðskrípi. fannig er nú
Guð-jón orðið býsna algengt karlmannsnafn hér á landi, en Jón er
útlent nafn að uppruna, dregið af Jóhannes, á hebresku
Jeho-hanan, sem þýðir: >Guð er náðugr«,°og er þá Guðs nafni ofaukið
í Guðjón, sem þar að auki er ófagrt nafn og óþjóðlegt. í>ó eru
sumir þessara nýgjörvinga enn afkáralegri: t. d. Guðanna,
Guð-jóný, Guðlína o. fl. Nöfn, sem byrja á Gunn- eru fátíðari (en
hin, sem byrja á Guð-), og mega þó sum af þeim heita algeng,
t. d. Gunnarr, Gunnlaugr, Gunnhildr, en þau ætti skilið að verða
enn algengari, því að þau eru sérlega þjóðleg og láta vel í
eyr-um, enda eru þau útbreidd meðal allra germanskra þjóða1), og
eins kvenmannanöfn þau, er enda á -gunnr eða -gunna, og nú
eru lítt tíðkuð meðal vor, en voru algeng í fornöld, t. d.
Arn-gunnr, Hildigunnr (eptir nútíðarmáli Arngunn, Hildigunn),
pór-gunna o. s. frv. í þýzku var miklu fleira af slíkum nöfnum,
t. d. Ansegunde (Ásgunnr), Bernegunde (Bjarngunnr),
Frede-gunde (Friðgunnr), Kunigunde (elclá »Húngunnr<, heldr öllu
fremr Kyngunn (af stofninum lcon, hyn), sbr. í þulunni:
»Ing-unni, Kyngunni (ef til vill »kingunni« af kingu), Jórunni
J>ór-unni« o. s. frv. J>ótt slíkt nafn hafi annars aldrei tiðkazt hér,
svo eg til viti).

I sambandi við [þessi nöfn verðr og að minnast á karl-

1 Hjá þjóðverjum virðast fremr liafa tíðkazt þau nöfn, er byrja á
Gund (gunn-, guð-) t. d. Gundbrand, Gundleip, Gundulf, heldr en
liin sem byrja á God (goð-, guð) t. d. Godegisl, Godomar, en þó
eru þessir orðstofnar líka hafðir þar til skiptis, sbr. Gundamund
og Godemund, Gundovin og Goduin, Gunderun og Goderun. Nöfn
af þessum stofnum finnast jafnvel í fr. og sp. t. d. Godefroi
(Goð-röðr), Gontier (á þ. Giinther, á fþ. Gundahar, á fe. Guðhere, á ísl.
Gunnarr), Gondebald (Gunnbaldr). Gonsalvo eða Gonzalo
(upp-runalega Gundisalf = Gunuálfr).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0610.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free