- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
594

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

594

UM ÍSLENZK. MANNANÖFN.

ert þeirra hér á landi, nema Valgarðr, sem er þó mjög
sjald-haft.

Af sama stofni er kvenmannsnafnið Gerðr, sem bæði er
haft sérstakt og einkanlega sem viðliðr í mörgum samsettum
nöfnum. Allir vita, að gerði, girða og girðing eru skyld orðinu
garðr. Karlmannsnafnið Gyrðr (réttara en Girðir) er af sömu
rót og gjörð, og mun hafa þýtt hertygjaðan mann, gyrðan sverði
o. fl., en það er nú eigi framar tíðkað. Að sami stofn sé í
Garðr og Gerðr, sést Ijósast af samanburði við hin þýzku
kvenna-nöfn Beringard (Bjarngerðr, lat. Berengaria), Hildegard
(Hildi-gerðr), Irmingard o. s. frv. Upphaflega var Gerðr gyðjunafn, og
síðan algengt í kenningum (G. gulls, hrings o. s. frv.), en fremr
var það sjaldhaft sem konunafn út af fyrir sig, og er nú ekki
tíðkanlegt, en samsett nöfn af þeim stofni eru altíð að fornu
og nýju. Meðal þeirra eru nú algengust hér á landi Ingigerðr,
Valgerðr og porgerðr, en mörg fleiri eru nokkuð tíðkanleg, svo
sem Arngerðr, Asgerðr, Eygerðr, Freygerðr, Friðgerðr, Hallgerðr,
Hlaðgerðr, Járngerðr, Oddgerðr, Salgerðr, Siggerðr, og eru flest
þeirra svo ágæt fyrir aldrs og fegrðar sakir, að þau eiga skilið
að vera miklu almennari, en nú gjörist.

38. Gautr var opt haft sem karlmannsnafn út af fyrir sig
í fornöld, og líka í ýmsum samsettum nöfnum (t. d. Gauthildr,
Gautrekr, Gautstafr (Götstaf, Gustaf), Ásgautr, Valgautr,
Iaor-gautr). iíafn þetta var eitt af heitum Óðins, en Gautar
köll-uðust líka íbúar Vestra- og Eystra-Gautlands í Svíaríki, er
munnmælin sögðu, að drægi nafn af Gauti eða Gauta konungi
(syni Óðins, segir í sögu Herr. og Bósa). En þess eru mörg
dæmi, að germanskar þjóðir drógu mannanöfn af þjóðanöfnum,
og er því líklegt, að þessi nöfn sé öll sprottin af þjóðarnafninu
Gautar (eins og Dan og Hálfdan af þjóðarnafninu Danir, Finur
af Finnar, Saxi af Saxar, Sváfa af Sváfar, o. s. frv.). Nöfn
þessi virðast líka hafa verið algengust í Gautlandi og Svíþjóð,
og sum lítt tíðkuð annarsstaðar, svo sem Gautrekr, Algautr
(Ai-gauti), Valgautr, og einkanleg Gautstafr1), en þó voru sum þeirra

1 þess er getið í sögu Hákonar konungs gamla (Fms. IX. 528), að Skúli
hertogi Bárðarson hafði góðan hest, sem »Gautstafr< hét, og hefir
hann sjálfsagt verið frá Gautlandi, þvi að þaðan komu ágætir hestar
(shr. Gullþ. 9. k.: .gauzkr hlaupari . . . gersimi mikil« og Ln. V.
6: •(Ásgrimr) hafði sent konungi hest gauzkan.). Norðmönnum
hefir víst þótt Gautstafs-nafnið einkennilegt fyrir Gaulland.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0604.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free