- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
592

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

592

UM ÍSLENZK. MANNANÖFN.

legfc, að þetta sé mest sprottið af rithætti ýmissa fornbóka, þar
sem »au« stendr fyrir »ö«. J>ó er bágt að fullyrða neitt í þessu
efni, með því að flest þessara nafna eru nú lögð niðr, og sum
finnast ekki nema á einum stað í fornritum (t. d. Asrauðr, Ln.
IV. 3, sbr. Osfred eða Osfrid hjá Einhard A. 811). Eitt af
þeim er samt algengt enn í dag, en það var þegar í fornöld
dregið saman og stytt. J>etta nafn er fórðr, fyrrum fóroðr
(l3órr«ðr, upphaflega pórfreðr). Sama er að segja um »Bárðr«,
sem áðr hefir verið minzt á. Auk þeirra finnast enn hér á landi
Hallfreðr og Sigfreðr, en mjög eru þau nöfn sjaldhöfð. í þýzku
er mikill fjöldi af samskonar nöfnum, svo sem Gottfried,
Gund-fried, Meinfried eða Manfred (Magnfreðr), Ottfried, Sigfried,
Wiifried (fe. Wilfrid) o. s. frv. I fr. er -fried orðið að -froi
(Mainfroi o. s. frv.). Enn eru tíðkanleg ýms forn mannaheiti,
sem byrja á Frið-, svo sem karlmannanöfnin Friðgeir, Frið.leifr,
Friðmundr, og kvenroannsnafnið Friðgerðr, en svo hafa og nokkur
fleiri bæzt við á seinni tímum, og eru sum þeirra eigi ólaglega
mynduð (t. d. Friðbjörn, Friðfinnr, Friðbjörg og Friðborg, er
finst í fs. eptir Lundgr.), en sum eru aptr heldr óviðkunnanleg,
svo sem Friðbert (ætti að vera Friðbjartr), Friðlína, Friðsemd,
að eg ekki tali um önnur eins (ó)nöfn og Friðjón og Friðjóna,
sem eru sambland úr norrænu og hebresku. Friðrik og
Frið-rikka eru komin til vor úr dönsku, eða eiginlega þýzku
(Fried-rich = Friðrekr) og ebki íslenzk, sízt hið síðarnefnda
(kven-mannsnafnið).

35. b. Fríðr og friðr eru mjög áþekkir viðliðir, og
stund-um bágt að greina stofnorð þessi í forlið, t. d. í nöfnunum
Fríð-elfr eða Friðelfr (fs.) og Fríðgjarn eða Friðgjarn (Fritigern e.
Fridigern, gotn.).

Fríðr finst sjaldan sem ósamsett kvenmannsnafn, en er
mjög algengt sem viðliðr í samsettum kvennanöfnum. Stundum
er »f« slept, til að mýkja framburðinn (sbr. næstu grein hér á
undan), svo að viðliðrinn -fríðr breytist í -ríðr. fannig skiptist
á Arnfríðr og Arnríðr, Ragnfríðr og Ragnríðr (sem verðr
jafn-vel að Ragndíðr, Randíðr og Randheiðr, sem þá er orðið alt
. annað nafn, en að þessi er uppruninn má sjá á þvi, að dóttir
Skúla hertoga Bárðarsonar er kölluð bæði Ragnfríðr, Ragnríðr
og Ragndíðr). í sumum nöfnum er »f« aldrei "slept, svo sem
eru Gunnfríðr, Hallfríðr, Hólmfríðr, Jófríðr, Málfríðr, Oddfríðr,
Snjófríðr, en í öðrum (t. d. Ástríðr, Guðríðr, Gyríðr, Ingiríðr,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0602.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free