- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
507

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

tJM STURLUNGU.

507

um einlífi klerka,1 lá við, að Naríi yrði að láta af prestskap eða
skilja við konu sína. Enn hann fór þá utan og fjekk
erkibiskups-leyfi til að þurfa ekki að skilja við Valgerði og halda þó
vígsl-um.2 Narfi dó árið 1284.3

feir vóru þrír bræðurnir og urðu allir lögmenn, forlákr
þrisvar (1290—1291, 1293—1295 og 1298—1299), fórðr tvisvar
(1296—1297 og 1300) og Snorri einu sinni (1320—1329). Jón
Sigurðsson hefur rakið hin helztu æfiatriði þeirra í Lögsögumanna
tali og lögmanna og get jeg vísað til þess.4 J>orlákr dó árið
1303,6 og er það heldur snemt til þess, að hann geti átt
nokk-urn verulegan þátt í Sturlungusafninu, því að hjer að framan
(á 471. bls.) hef jeg sýnt likur til, að safnið hafi ekki verið
komið lengra enn aftur í Svínfellinga sögu, þegar Árni
Helga-son varð biskup, enn það var einu ári eftir dauða porláks
lög-manns. f>órðr dó árið 1308.6 Ef hann er höfundur safnsins,
þá hefur hann lokið við það á síðustu æfiárum sínum. Snorri
virðist hafa verið yngstur þeirra bræðra og lifði lengst — dó
1332.’ Hann var mikill vinur Árna biskups |>orlákssonar
og virðist hafa búið á Suðurlandi.8 Jón Sigurðsson telur það
líklegt, að Snorri hafi flutt sig að Skarði eftir dauða J>órðar
hróður sins, enn það er alveg óvíst.

Niðurstaða þessarar rannsóknar er þá sú, sem nú skal
greina. Sturlungusafnið er til orðið á fyrstu árum 14.
aldar-iunar. Höfundur þess virðist vera einn af Narfasonum, líklegast
Þórðr. Handritið 122A er í flestum atriðum samhljóða þessu

1 þetta virðist hafa verið á dögum Árna biskups þorlákssonar. Vjer
vitum, að Heinrekr hiskup og Brandr biskup reyndu að banna
vigðum mönnum að kvongast, enn þeir virðast ekki hafa farið svo
langt að heimta, að þeir, sem kvongaðir vóru, skyldu skilja við
konur sínar. Bisk. I, 682. bls., sbr. Dipl. Isl. I, 517.—518. bls.

2 Bisk. I, 596.-597. bls.

* ÍHl. annálar (Gottskálksannátl).

4 Safn til s. íslands II, 44.-45., 46., 48.-49. og 58.-59. bls.

’ íslenzkir annálar.

’ Isl. annálar.

7 Isl. annálar. Konungsannáll telur þó andlátsár Snorra 1331.

8 Bisk. I, 725., 727. og 730. bls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0517.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free