- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
482

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

482

[JM STURLUNGU.

íið kasta torfi á stofuvegginn. Hún er sögð til að sýna forspá
Sturlu og speki, og er óhugsandi, að hún sje eftir Sturlu
sjálfan.1 Víðar kemur það fyrir í J>orgils sögu, að líkar sögur
eru sagðar til að lýsa framsýni Sturlu og getspeki. Svo er t. d.
um orð hans fyrir fverárfund: »Má vera, at minni hætta verði,
en til er hugat; segir mér svá hugr um, at Eyjólfr muni mjök
fyllt hafa sína lífdaga«,2 og um draum hans á Eyri fyrir því,
að hann mundi brátt spyrja til forgils frænda síns.a Alt þetta
sannar og sýnir, að Sturla getur ekki verið höfundur J>orgils

SÖgll.

Aftur á móti virðist ekki enn vera fram komin fullnægjandi
sönnun fyrir þvi, að þórðr hafi sett saman |>orgils sögu alla í heild
sinni. Vjer höfum hingað til að eins haft augun á einstökum
viðburðum í sögunni og sýnt með ljósum rökum, að frásögnin
um þá hlýíur að vera frá pórði og engum manni öðrum. Enn
verið gæti, að f>órðr væri að eins heimildarmaður fyrir þessum
viðburðum, og að söguritarinn hefði fært þá í letur eftir
fyrir-sögn hans. Tii þess að sjá, að svo er ekki, þarf ekki annað
enn að lesa með athygli allan miðkafla sögunnar, sem fyr var
getið. Hann- er frá upphafi til enda sagður frá sjónarmiði f>órðar
Hitnesings. Sagan eltir hann á röndum. feir viðburðir, sem
hann er viðstaddur, eru sagðir með hinni mestu nákvæmni, að
jeg ekki segi mælgi, enn öðru slept, sem eins mikil ástæða hefði
verið til að segja frá, enn f>órðr var ekki við. Til að sýna þetta
ljóslega þyrfti eiginlega að prenta upp allan miðkaflann og gera
við hann athugasemdir. Enn jeg tel það óþarft, því að hverjum,
sem les söguna og hefur augun opin, hlýtur að verða þetta ljóst,
þegar einu sinni er búið að benda á það. Jeg skal einungis
taka fram nokkur atriði til leiðbeiningar.

f>órðr gerðist fylgdarmaður forgils skömmu eftir útkomu hans
sumarið 1252, sem áður er sagt. Var f>orgilsi skipaður
Borgar-fjörður af konungi, enn pórðr kakali hafði áður sett porleif
pórðarson fyrir það hjerað. Vildi nú |>orgils sækja til hjeraðsins
i hendur forleifi og stefndi fund að Höfðahólum. Frá fundi
þessum er sagt mjög greinilega í sögunni, svo að frásögnin

1 Sturl.1 III, 224.-225. bls. 2II, 196. bls.

2 Sturl.1 III, 244. bls. 2II, 213. bls.

s Sturl.1 III, 275. bls. 2II, 239,—240. bls. Sbr. hjer að framan á
477. bls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0492.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free