- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
461

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

DM STDRLDNGD.

461

framan hef jeg sýnt, að sagan um eltingaleik þeirra Kolbeins
unga og f>órðar árið 1242 er sögð frá sjónarmiði Dufgussona,
enn jeg tók þar ekki fram, að ein lítil grein i þeirri frásögn
virðist vera skráð eftir sögn Hrafns Oddssonar. |>egar
njósnar-tnenn f>órðar, Kægilbjörn og fjelagar hans, náðu meginliðinu á
flóttanum er sagt, að Hrafn hafi verið aftastur og hafi
njósnar-menn beðið hann hvata eftir f>órði og segja honum tiðindin, af
því að hann hefði hvíldan hest. »En er hann hitti pórð, þá
ffelclc pórðr olc leiddi hestinn eptir sér. Hrafn bað hann fara á
bak, segir, at Kolbeinn var þá nálega kominn á hæla þeim, ’en
Meiri ván, at þeir Svarthöfði ok f>órðr sé teknir’. Eptir þat sté
Þórðr á bak ok reið þá fram eptir skógargötunum, þar til er
klif var litit. f>ar bar þá leiti á milli. Bað þá f>órðr alla sína
fflenn af baki stíga«. Auðsjeð er, að þetta er sagt frá sjónarmiði
Hrafns. Enn þess ber að geta, að Hrafn var mágur Svarthöfða,
og þeir áttu báðir heima á sama bænum, Eyri i Arnaríirði, svo að
þennan þráð má líka rekja til Svarthöfða. Á einum stað vitnar |>órðar
saga til sögusagnar f>órðar kakala sjálfs. £>að er i frásögninni um
framgöngu Jóns kjappa Skiðasonar i Haugsnessbardaga. Ef þetta er
úr |>órðar sögu enn ekki Gizurar og Skagfirðinga, sem ekki er alveg
víst, þá má ætla, að J>órðr hafi sagt þetta við Svarthöfða eða einhvern
af þeim bræðrum.1 I sögunni um Fióabardaga tilfærir höfundurinn
visur úr »atlöguflokki« þeim, er Ingjaldr Geirmundarson orti um
bardagann, og fer um flokkinn svofeldum orðum: »Nú er þetta
því merkilegt, at Ingjaldr var þar í bardaganum ok orti þetta
kvæði þegar um vetrinn eptir«.2 Kvæði þetta er eftir efni sinu
lofkvæði um f>órð, og hefur Ingjaldr eftir þessu flutt honum
kvæðið veturinn 1244—1245. Enn þennan vetr sat J>órðr á
Eyri í Arnarfirði hjá þeim Hrafni og Svarthöfða,3 og hefur
Svart-höfði því vafalaust verið við, þegar kvæðið var flutt, svo að enn
stefnir þetta nærri honum. Niðurlag f>órðar sögu er í 317. k.
(Sturl.2), eins og jeg hef teldð fram í þættinum um Gizurar
sögu og Skagfirðinga. f>ar er vitnað til Kolfinnu f>orvaldsdóttur
sem heimildar um æfilok f>órðar með svo látandi orðum: »Svá
segir Kolfinna f>orvaldzdóttir — ok var hón þá með f>órði —
at bréf Hákonar konungs kómu til hans síð um kveld, er hann
sat við drykk«á o. s. frv. Kolfinna þessi var dóttir f>orvalds

1 Sturl.1 III, 87. bls. 2II, 73. bls.

’ Sturl.1 III, 63. bls. 2II, 55. bls.

5 Sturl.’ III, 77. bls. 2II, 65. bls.

4 Sturl.1 III, 286. bls. 2II, 249.-250. bls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0471.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free