- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
454

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

454

DM STtJRLUNGU.

son »ok margir fleiri» — verið getur, að Svarthöfði sje einn af
þessum »mörgum fleiri®.1

Sagan segir mjög nákvæmlega frá skipabúnaði f>órðar fyrir
Flóabardaga. Meðal annars er sagt, að Svarthöfði og Hrafn hafi
stýrt einu skipi og Kolbeinn Dufgussou og Hákon galinn öðru.
Frá siglingunni norður er og sagt mjög greinilega og á þann hátt,
að auðsjeð er, að sögumaður er í ferðinni. Svo er t. d. sagt, að
þeir lágu á Hornströndum í fimm dægur og biðu bvrjar og þraut
vistir, og að þeir síðan fóru til Trjekyllisvíkur og komu þar tveim
nóttum fyrir Jónsmessu, er þá var á föstudag, og að Asgrímr
Bergþórsson lcom til þeirra á Jónsmessulcvold við Trjelcyllisey
og sagði f>órði, að Kolbeins unga væri von á skipum að norðan.
J>á er sagt frá ræðu |>órðar við liðið, að menn báru grjót á skip
og bjuggust til brottlögu. »Röru þeir þá inn fyrir Reykjanes.
Austrœn gola var innan á Flóa, svá at ífelt var olc sigldu
þeir þá norðr á Flóa-.2

Frásögnin um Flóabardaga ber þess ljós merki, að hún er
frá manni, sem var í liði pórðar.3 Einkenuilega er sagt frá
því, þegar þeir Vestfirðingarnir komu fyrst auga á skip
Norð-lendinga: »Ok er þeir kómu á miðjan fjörðinn, þá mœlti maðr
á skipi Ketils Guðmundarsonar, er |>orgeirr hét ok var kallaðr
kornasylgja. Ilann leit til hafs út olc spurði, hvárt selar lœgi
á ísinum. Ok er fleiri menn sjá þetta, segja þeir, at þar sigldu
slcip Kolbeins. Vóru þá lagin seglin. Tóku menn þá ráðagörðir;
mæltu flestir, at þá skyldi þegar róa at þeim, þvi at þá fell
veðrit í Jogn<í. Sögumaðurinn kemur hér upp um sig í liverju
orði, að hann er í flokki ]j>órðar. Á einum stað berast böndin
sjerstaklega að Svarthöfða. J>egar Sigurðr vegglágr ætlaði að
h-ggja frá, »þá kallaði Svarthöfði á hann ok bað hann at leggja
(o: að skipi Svarthöfða). Hann görði svá. Gekk þá Svarthöfði
þar á skip ok Hrafn snati4 ok nökkurir menn aðrir. Svarthöfði
bað Hrafn mág sinn fara með sér. Hrafn spurði, hvat hann
vissi til fórðar. Hann lézk ekki til hans vita. Hrafn bað hann

1 Sturl.1 III, 56.-57. bls. JII, 48. bls.

J Sturl.1 III, 58.-59. bls. »11, 40.-51. bls.

’ Jeg tek hjer auðvitað ekkert tillit til þeirra kafla frásagnarinnar,
sem jeg hef áður sýnt að muni vera úr Gizurar sögu og
Skag-firðinga (sbr. þáttinn um þessa sögu).

4 Jeg er ekki samþykkur Eggerti Brím í því að fella eigi burtu orðin
»ok Hrafn snati< (Arkiv f. nord. Filol. VIII (N. F. IV), S58. bls.).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0464.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free