- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
443

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

tJM STURLUNGU.

443

í því fáa, sem íslendinga saga segir um ferð 3?órðar, þangað
til hann kom í Dali, eru engar mötsagnir við f>órðar sögu, því
að ekki getur það mótsögn heitið, þó að sagan segi, að honum
hafi fylgt frá Keldum fimm nafngreindir menn (auk 2 förunauta
hans að norðan), og geti ekki um fleiri, enn |>órðar saga nefni
að eins þrjá af förunautum þórðar frá Keldum með Tuma, bróður
hans, og telji þá hafa verið 30 saman. Enn samt sýnir þetta,
að sögurnar eru hver annari óháðar. Hjer að framan í þættinum
um íslendinga sögu hef jeg tekið fram, að íslendinga saga segir,
að Svertingr í Hvammi hafi fylgt fórði, er hann kom á
Staðar-hól til Sturlu, og átt allan hlut í að draga saman vináttu með
þeim fræudum, enn fórðar saga getur um hvorugt. Fleira segir
íslendinga saga ekki af komu þórðar á Staðarhól, enn |>órðar
saga segir mjög greinilega frá tali þeirra frænda, og sumt með
þeim orðum, sem óhugsandi er, að Sturla hafi fært í letur
(»Kvað f>órðr sér þat sagt, at hann [o: Sturla] væri mestr maðr
ok vitrastr í þessum sveitum af hans frændum«). Af því, sem
nú hefur verið tekið fram, er það ljóst, að Sturla getur með
engu móti verið höfundur þeirrar frásagnar um ferð |>órðar, sem
stendur í f>órðar sögu.1

Merkilegt er það og, að þótt f>órðar saga tali ekki um fylgd
Svertings nje geti hans við tal þeirra frænda, þá minnist hún
þó á hann, enn með þeim orðum sem sögur eru vanar að hafa
um menn, þegar þeir koma fyrst til sögunnar: «Svertingr hét
maðr ok var forleifsson; hann bjó þá í Hvammi«.2 Svertings
er oft getið i íslendinga sögu, og sýnir þetta ljóslega, að f>órðar
saga er ekki skrifuð sem framhald af íslendinga sögu. Víðar
kemur það fyrir í f>órðar sögu, að menn, sem getið er í
Islend-inga sögu, eru nefndir á líkan hátt, eins og þeirra hefði ekki
verið getið áður. Svo er t. d. um Orm Bjarnarson,8 Böðvar
Þórðarson í Bæ4 og Hákon Bótólfsson.0

1 Sturl.1 II, 260. bls. 2 1, 409. bls. Sbr. 1III, 4.-9. bls. 2II.
4.-7. bls.

2 Sturl.1 III, 8. bls. 2 II, 7. bls.

5 Sturl.1 III, 16. bls. 2II, 14. bls. Orms er oft getið í íslendinga
sögu, t. d. 1II, 83., 93., 200.. 240., 242., 252.-254. bls. 2I, 266..

275., 360., 391., 393., 403.-404. bls.
1 Sturl.1 III, 21. bls. 21, 17. bls. Sbr. Sturl.1 I, 50. bls. II, 183.,

192.-193. og 196. bls. 2I, 191., 347., 353. og 356. bls.

5 Sturl.1 III, 28. bls. 2II, 23. bls. Sbr. Sturl.1 232. bls. 21, 385. bls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0453.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free