- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
435

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

tJM STURLUNGU.

435

frá riti sínu ófullgjörðu, og styður þetta það, sem áður er sýnt,
að hann hefur skrifað íslendinga sögu á hinum siðustu árum
æfi sinnar.

f>að er ekki tilgangur þessarar ritgjörðar að rekja æfisögu
Sturlu |>órðarsonar. f>að hefur verið gert áður, og gert vel.
Hjer mun jeg að eins í fám orðum reyna að lýsa honum sem
sagnamanni.

Vjer höfum áður sýnt, að íslendinga saga er framhald
Sturlu sögu og hefur verið áföst við hana frá upphafi.
Til-gangur höfundarins hefur verið að segja frá helztu viðburðum i
sögu landsins eftir dauða Hvamms-Sturlu alt fram á sína daga.
Af öllum þeim sögum, sem Sturlungusafnið nær yfir, er hún hin
eina, sem reist er á svo breiðum grundvelli, og má að því leyti
setja hana við hliðina á íslendingabók Ara, Landnámu og
Knstnisögu. Hinar allar sögurnar í Sturlungu eru einstakra
nianna sögur. Samt sem áður er nafnið »Islendinga saga«
(eða »íslendinga sögur«) ekki með öllu sannnefni, því að rit
Sturlu kemur mjög lítið við sögu Austfirðingafjórðungs, og hvergi
nema þar sem saga þessa fjórðungs grípur inn í sögu hinna
’jórðunganna. f>etta er eðlileg aíleiðing af því, að Sturla var
ókunnugur á Austfjörðum, ólst upp, lifði og ritaði á öðru
lands-horni. Austfirðir vóru og um þetta leyti eins og nokkurs konar
’and út af fyrir sig, sem tók lítinn þátt í deilum og málum
"inna fjórðunganna, svo að saga Austfjarða hefði í rauninni að
e’ns orðið hjeraðs saga, sem mundi hafa slitið sundur þráðinn í
sögu Sturlu, ef hann hefði tekið hana inn í rit sitt.

Eftir þvi sem nú er unt um að dæma, verður ekki betur
s.)eð, enn að Sturla fullnægi hinni fyrstu kröfu, sem gera ber
góðs sagnaritara, að hann vilji ekki segja annað enn það,
S0ni satt er, og vilji segja allan sannleikann. Hann segir eigi
eins kost, heldur og löst á sínum nánustu vinum og
ætt-lngjum, t. d. á Snorra og Órækju, og jafnvel á föður sínum.1
Mjög sjaldan lýsir hann beinlínis þeim mönnum, sem við söguna
koma. Enn hann kann þá íþrótt að láta verk þeirra og orð lýsa
þeim svo, að lesandinn fær ljósa hugmynd um geðslag þeirra og

1 Sbr. þa5, sem jeg áður hef tekið fram um heimilislíf þórðar og
ósamlyndi hans við Helgu konu sina.

28*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0445.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free