- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
431

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

UM STURLUNGU.

sögu. |>essum síðarnefndu handritum ber því saman við Hákonar
sögu um það, hvar Sturla hafi hitt konung, og er sá textinn því
vafalaust rjettari, að því er það atriði snertir. Enn um hitt
greinir öll Sturlunguhandritin og Hesensbólc á við Hákonar sögu,
að hin fyrnefndu segja, að Sturla hafi dvalið »þar«, o: í
Túns-bergi, lengi hinn síðara vetur, er Sturla var í Noregi (o: 1234
—1235), enn Hákonar saga segir, að konungur hafi fyrst setið
í Túnsbergi »um várit« 1234, síðan hafi hann farið norðr til
Björgvinjar »of sumarit«, þar hafi frú Inga, móðir hans, andazt
»fyri jólaföstu« og konungur síðan farið austur til Víkur og
setið um veturinn í Ósló, enn getur þess ekki einu sinni að
hann hafi komið við í Túnsbergi, þá því síður að hann hafi setið
þar lengi um veturinn. Enn hins vegar segir Hákonar saga, að
Sturla haíi komið »þetta sama haust« (o: 1234) og hitt þá
kon-ung í Túnsbergi.1 Hvernig á nú að koma þessu saman? Hákonar
saga er hjer víst að öllu leyti rjett. Að eins verða menn að gæta
þess, að þar sem sagan segir, að konungur liafi farið frá Túnsbergi
norður til Björgvinjar »of sumarit», þá á hún við, að hann hafi farið
seint um sumarið eða með öðrum orðum ekki fyr enn um haustið.
Konungur hafði nóg að starfa í Túnsbergi, því að sagan segir,
að hann hafi látið »efla mjök steinmúrinn um bergit« og húsa
konungsgarð og gera Óláfssúðina, og má ætla að það hafi ekki
verið búið fyr enn um haustið. pá um haustið hefur Sturla
bitt konung i Túnsbergi, áður enn hann fór norður, og farið
Með honum til Björgvinjar og þar hefur hann dvalið með
kon-uögi um veturinn, þangað til konungur fór austur á jólaföstu.
Með þessu móti kemur alt heim. Jeg hygg því, að hinn
upp-bafiegi texti Islendinga sögu á þessum stað hafi verið: »Fann
Sturla Hákon konung í Túnsbergi ok fór með hónum til
Bj’órg-vinjar ok tók hann allvel við hónum. Dvalði hann þar lengi«

s. frv. Pappírshandritin, sem frá 122A eru runnin, hafa að
eius slúft um bæjanöfnin, enn hinn handritaflokkurinn og
Resensbók slept setningunni: »olc fór með hónum til Björgynjam.
Verið getur og, að Sturla hafi fylgt konungi austur til
Víkur-innar og setið hjá honum i Ósló. |>að er ekki á móti Sturlungu,

1 Hák. s. Hák. 179. og 180. k. Fms. IX, 434.-435. bls. (13.
neðan-TOálsgrein við 434. bls. á að taka upp í textann). Icelandic Sagas
ed. Guðbr. Vigfussou II, 157-158. bls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0441.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free