- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
423

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

tJM STURLUNGU.

423

engi þeirra íslendinga lét þat á sannask fyrir oss«. Af Arnfinni
gat Sturla engar sögur haft beinlínis, því að hann var dáinn
löngu áður enn Sturla kom til Noregs, enn í neðanmálsgreininni
hjer að framan hef jeg sýnt, hvernig honum líklega hefur orðið
kunnug sögn hans. Hinir allir, sem hjer sru nefndir, vóru
ná-frændur Sturlu, Óláfr bróðir hans, Órækja bræðrungur og
J>or-leifr öðrum og þriðja við hann. Hjer er því einnig nær stefnt

nóv. sama haust). Má ætla, að jarl liafi sagt Snorra, hvað til
stæði, og beðið hann halda íslandi undir sig, ef hann gæti sigrað
Hákon, og að Snorri hafi gengizt undir það, ef hann gerði sig að
jarli yfir landinu og fengi • sjer í hendur brjef því til sönnunar.
Hafa það þá verið undirmál með þeim, að ekki skyldi halda npp
brjefinu á íslandi fyr enn frjettist úr Noregi, livernig uppreistin
gega konungi gengi. Snorri var of varkár maður til þess, að hann
Ijeti nokkuð á þessu bera, fyr enn hann sæi, að öllu var óhætt,
Enn nú fjell Skúli hertogi vorið eftir (24. mai) um það leyti, sem
skip gengu til íslands, og hefur þá þetta fallið um sjálft sig, og
þeir fjelagar, sem við þessi ráð vóru riðnir, viljað halda því
leyndu. Með þessu einu móti er það skiljanlegt, hvers vegna
Hákon konungur kallaði Snorra landráðamann við sig í brjefi því,
er hann skrifaði Gizuri þorvaldssyni, enn það segir íslendinga
saga berum orðum (Sturl.1 II, 242. bls. 21, 393. bls.); því að ekki
gátu það landráð heitið, þó að Snorri færi út í banni konungs.
Hefur Hákon eflaust fengið að vita um þessi launmál Snorra við
hertogann hjá Arnfinni þjófssyni eða eftir sögusögn hans. Hefur
þessi sakargift vafalaust staðið í brjefi konungs til Gizurar, og
Arnfinnr verið borinn fyrir því. og þaðan hefur Sturla vitað um
sögn Arnfinns. Enn þeir Órækja og þorleifr hafa barið þetta niður
til þess að standa ekki uppi sjálfir sem landráðamenn gegn konungi,
og áttu þeir því hægra með það, sem Arnfinnr var þá dauður.
Hann var veginn um vorið sama ár, sem Snorri var drepinn um
haustið (Hák. s. Hák. 243. k. Fms. X, 2. bls.). einum vetri eptir
fall Skúla hertoga. Jeg held því, að >fólgsnar-jarl«, þýði sama sem
leyndarjarl eða launjarl, af því að þetta átti að fara leynt. Óláfr
þórðarson hafði og fylstu ástæðu til að dylja þess, að hann liefði
verið i vitorði um þetta, þvi að hann hafði gengið úr flokki Skúla
í lið með konungi nokkru eftir það, að Snorri fór heim (sbr. »Den
tredje og fjærde grammat. afh. í Sn. E. Khavn 1884, formálann
XXXIV. bls.). Verið getur og, að þeir íslendingarnir hafi ekki vitað
neitt um launmál hertogans og Snorra, heldur að eins Arnfinnr,
sem virðist hafa verið einn af trúnaðarmönnum hertoga, og væri
þá enn skiljanlegra, livernig á því stendur, að vitnisburðum þeirra
og Arnfinns ber ekki saman.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0433.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free