- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
415

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

tJM STURLUNGU. 415

lézk hónurn aldri skyldu sjálfdæmi selja, en bað sonu sína fara
œeð máli sínu sem þeim líkaði».1

Vjer höfum nú tekið fram svo mart, sem sj’nir, að Sturla
er höfundur íslendinga sögu, að engum mun framar detta í hug
að efa það, að hún sje samin af honum, eða að vitnisburðir
þeir, sem eigna honum «íslendinga sögu« (eða »íslendiuga sögur«),
eigi við þessa sögu og enga aðra. Næst munum vjer líta á
heimildarmenn sögunnar.

í fyrri hluta sögunnar, þangað til Sturla sjálfur kemst til
vits og ára, er helzti heimildarmaðurinn auðsjáanlega |>órðr,
faðir Sturlu. J>etta er að vísu óvíða tekið fram beinlínis, enn
því oftar má lesa það á milli línanna. Fyrst munum vjer benda
á þá staði, þar sem beinlinis er vitnað í sögn fórðar.

fegar aðförin að Guðmundi biskupi stóð til veturinn eftir
Víðinessbardaga, vildi Sighvatr fá f>órð bróður sinn til ferðar
ffieð sjer, og hittust þeir i Hitardal. Segir sagan greinilega frá
tali þeirra, og lauk því svo, að þeir skildu fálega. »Ok sagði
pórðr svá«, segir sagan, »at síðan þótti hónum aldrigi hafa
örðit frændsemi þeirra slík sem áðr«.2

Sumarið 1224 hafði Snorri heim Hallveigu Ormsdóttur og
gerði við hana helmingarfjelág. Hafði hann þá mildu meira fje
enn nokkur annar maður á íslandi, »En eigi hafði hann ráð
Þórðar, bróður síns, við þetta. Ok hann sagði svá, at hann
lézk ugga, at hér af mundi hónum aldrtila leiða, hvárt sem
hónum yrði at skaða vötn eðr menn«.s

I>að er einkennilegt við báða þessa staði, sem nú vóru
greindir, að þeir vitna ekki beinlínis til fórðar sem
heimildar-■^anns fyrir því, að viðburðirnir, sem sagt er frá (tal bræðranna
fjelag þeirra Snorra og Hallveigar) hafi átt sjer stað, heldur
Segja að eins frá, hvern dóm þórðr hafi lagt á viðburðinn eða á
afleiðingar hans. Enn enginn getur þó efazt um, að höfundur-

1 Sturl.1 II, 162. bls. 21, 330. bls.

Sturl.i II, 9. bls. 21, 219. bls.

3 Sturl.1 II, 83. bls. 266. bls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0425.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free