- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
398

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

398

DM STtJRLUNGU.

var veginn um sama leyti. fessi nákvæma frásögn getur varla
verið eftir neinn annan enn Sturlu, sem vafalaust hefur verið
látinu fylgja föðurbrdður sínum vestur aftur og heyrt hann segja
hin umræddu orð á Bröttubrekku.1

í 110. k. (Sturl.2) er sagt, að Órækja Snorrason, sem þá
sat í Vatnsfirði, hafi látið Illuga porvaldsson fara suður til
Snorra, föður Órækju, og með honum Sigmund Gunnarsson.
Hafi þeir á suðurleiðinni vikið i Hvamm til matar og sagt
þeim bræðrum Ólafi og Sturlu frá vígi Snorra Magnússonar, er
Órækja bafði þá nýlega látið drepa. f>órðr tiggi, bróðir þeirra
Sturlu, var þá í sveit með Órækju, og sögðu þeir Illugi
bræðr-um hans, að róstusamt væri í Vestfjörðum, og eigi víst, hve
jþórðr mundi undan setja. Hvað kemur til, að svo nákvæmlega
er sagt frá, að þeír bræður fengu þessar frjettir og með
hverj-um, annað enn það, að annarhvor þeirra — og þá sjálfsagt Sturla
— er höfundur þessarar sögu?2

í 111. k. berast enn böndin að Sturlu. f>ar er sagt, að
þeir bræður Ólafr og Sturla hafi farið vestur í Búðardal,- og er
sagt nákvæmlega, hverja leið þeir fóru. »En er þeir Jcómu at
Búöardalsl)otni<í, segir sagan, »kom þar á móti þeim Grímr
f>orgilsson, heimamaðr Órækju» og sagði þeim tíðindi úr
Vatns-firði, og er sagt nákvæmlega frá viðtali Gríms við þá bræður.
Hann sagði þeim, að |>órðr, bróðir þeirra, var þá í Búðardal og
með honum fylgdarmenn Órækju, er stokkið höfðu úr Vatnsfirði,
þar á meðal Maga-Björn. Með þeim bræðrum vóru tveir
nafn-greindir menn, sem áttu sökótt við Maga-Björn og vildu fara
að honum og drepa hann, enn Ólafr vildi það eigi, af því að
hann var í lylgd með |>órði bróður hans. Frá þessu öllu er
mjög greinilega sagt, og er auðsjeð, að frásögnin hlýtur að vera
frá þeim bræðrum komin, eða rjettara sagt frá Sturlu, þar sem
svo nákvæmlega er til tekið, hvar þeir hittu Grím, og sagan öll
sögð frá sjónarmiði þeirra bræðra.3

|>á er sagt frá því í 112. k., er pórðr, faðir Sturlu, Ijet
drepa Maga-Björn og porkel Eyvindarson. Sturla var þar ekki
viðstaddur, heldur er sagt, að hann hafi verið á ferð með Halli
úr Tjaldanesi innan úr Saurbæ, og ætlaði í Fagurey til móts við

1 Sturl.1 II, 144,-145. bls. 31, 316.-317. bls.

> Sturl.1 II, 166. bls. 21, 333.-334. bls.

3 Sturl.1 II, 167.-168. bls. 2I, 334.-335, bls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0408.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free