- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
375

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

tJM STURLUNGU.

375

Örlygsstaðafund* (1238), enn í 147. k. og þar á eftir er sagan
ekki lengra komin enn að segja frá vetrinum eftir
örlygsstaða-fund og sumrinu 1239. A milli þeirrar greinar, sem hjer um
ræðir, og 147. k. er frásögnin um J>órálf (146. k.), sem vjer
höf-tim eignað Gizurar sögu. |>að er ekki sagt, nær fórálfr hafi
verið veginn, enn ef dæma má eftir röðinni í 122A, þá hefur
það orðið enn þá síðar enn vig Vermundar á Ökrum. J>etta
sýnir ljóslega, að sagan um víg fórálfs muni og vera
innskots-grein í lslendinga sögu. Sagan um þessi tvö víg fer fram í sama
hjeraðinu og er því líklegt, að hún sje öll úr sömu sögunni,
Giz-urar sögu. Frásögnin um víg Vermundar og hefnd eftir hann
er mjög ítarleg, og i henni kemur fyrir einn af þessum
fyrir-burðum, sem höfundur Gizurar sögu er vanur að prýða með sögu
sína. Hún endar og á því, líkt og frásögnin um víg Kálfs og
audlát þeirra Ivolbeins unga, Brands Kolbeinssonar og
Staðar-Kolbeins, að Kolbeinn ungi hafi fært lík Vermundar til kirkju
að Stað. Vermundr var skyldur Ásbirningum, eftir því sem
sagan segir og föðurnafn hans bendir til. Bróðir hans, Bersi
Tumason, bjó að Móbergi, og er líklegt, að Tumi, faðir þeirra,
hafi verið sonur Bersa Vermundarsojiar, sem fjell i
Víðiness-bardaga 1208 með Ivolbeini Tumasyni, og líka bjó að Móbergi,
enn að móðir Tuma hafi verið af Ásbirningaætt, og ef til vill
dóttir Tuma Kolbeinssonar, systir Kolbeins, er fjell í Víðinesi, þó
að hennar sje ekki getið meðal barna Tuma Kolbeinssonar, í
ættartölum Sturlungu. Bersa hins eldra á Móbergi,
Vermundar-sonar, er og getið við Önundarbrennu í Guðmundar sögu dýra,
sem fylgdarmanns Kolbeins Tumasonar. Vermundr Tumason átti
og dóttur Halls forsteinssonar i Glaumbæ, þess hins sama manns,
sem reið suður með Páli Kolbeinssyni eftir Fagranessför og
virð-ist því hafa verið vinur Páls. Frændsemi Vermundar við
Ás-birninga og mægðirnar við Hall eru því til styrkingar, að sagan
um víg Vermundar sje tekin eftir Gizurar sögu.1

I>órðar saga kakala er framan af ómenguð af
innskotsgrein-um, og sjest það á því, að hún miðar alt við J>órð og er sögð
frá sjónarmiði hans manna. |>að er að eins á stöku stað, að

’ Sturl.1 II, 229.-231. bls. s I, 381.—382. bls., neðanmáls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0385.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free