- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
367

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

tJM STURLUNGU.

367

pórðar að Filippusi Sæmundarsyni. Á þessu sjest, að báðir
þessir kapítular geta ekki verið úr sömu sögunni. Hið sama
sjest og á því, að í báðum kapítulum er getið um utanferð |>órðar
kakala. Endurtekning þessi er auðskilin, ef kapítularnir eru
teknir hvor eftir sinni sögu, enn annars óskiljanleg. Af öllu
þessu leiðir, að þessir tveir kapitular, sem eiga saman, 212. og
214., geta ekki verið úr pórðar sögu. Enn úr hvaða sögu eru
þeir þá? f>eir standa í handritunum inni i miðri Svínfellinga
sögu, eius ogjeg hef áður tekið fram. Eru þeir þá úr henni? Til
þess að sjá það, verður að líta á sambandið, sem þeir standa í
í Svínfellinga sögu, og verðum vjer hjer að taka eldri útgáfuna
til samanburðar, að því er röð viðburðanna snertir, því að
Guð-brandur Vigfússon hefur raskað henni eftir geðþótta sínum í sinni
útgáfu.

Svínfellinga saga segir mest frá deilum þeirra Sæmundar
Ormssonar og Ögmundar Helgasonar og er frásögnin
samanhang-andi og þráðurinn óslitinn aftur í 7. kapítula sögunnar, að
greina-skiftum nýju útgáfunnar.1 Enn eftir greinaskiftin slær út í aðra
sálma. far segir fyrst frá því (í S. 7b), að fórarinssynir hafi
slegizt i mál þeirra Ögmundar og Sæmundar með Ögmundi, enn
þessi athugasemd er auðsjáanlega ekki til aonars sett, enn til að
tengja það, sem á eptir fer, við það, sem á undan er gengið,
því að í frásögninni á eftir sjest ekki, að þeir |>órarinssynir liafi
orðið Ögmundi að neinu liði, hvorki á þingi nje heima í hjeraði,
því að S. 7b segir að eins frá deilum fórarinssona við Sæmund,
enn getur ekki Ögmundar að neinu. Fyrst er sagt frá því, að
þeim frændum hafi orðið til um goðorð austanlands, og hafi málið
verið lagt undir fórð Sighvatsson á alþingi, og hafi Jpórður upp
kveðið, að þórarinssynir skyldu leysa tilkall Sæmundar til
goðorð-anna með fje. |>að hafi f>órarinssynir eigi gert, og því hafi
vaxið sundurþykki að nýju. Hafi f>orvarðr reizt fiokk móti
Sæ-mundi suður í Rangárhverfi, enn Oddr farið að honum »norðan«
við átta tigi manna, enn Sæmundr hafi gert menn »nor<5r* á

1 Svínfellinga saga er prentuð sem 215. k. i siðari útgáfunni, enn
skift i undirkapítula, er jeg tákna í því, sem á eftir fer, með tölu
kapítulans í nýju útg. með S. á undan, t. d. S. 7 = 7. kapítuli
Svínfellinga sögu. þar sem greinaskifti eru í nýju útgáfunni í
miðjum kapítula, tákna jeg greinir kapítulans eftir röð með a, b,
o. s. frv., t. d. S. 7a = 7. k. Svínf. s., fyrri grein.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0377.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free