- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
355

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

tJM STURLUNGU.

355

fúsar bónda Illugasonar«, og má telja víst, að hann hafi búið
í Fljótum og verið sögumaður höfundarins.1 Um kunnugleika
höfundarins í Skagafirði er það og ljós vottur, sem hann segir,
að brennumenn hafi stigið af baki »við rétt þá, er var fyrir
sunnan húsin« á Flugumýri, áður þeir gengu heim að húsum.2
I frásögninni um víg Odds Jpórarinssonar er eins manns getið
sem heimildarmanns, og er hann Skagfirðingur, |>orbjörn
Snorra-son Sælendingur (o: frá Sævarlandi í Skefilsstaðahreppi).8 Um
frillu (og bústýru) Gizurar jarls, Ingibjörgu Gunnarsdóttur, er
það sagt, að hún hafi verið »rösklig kona ok góð viðfangs fyrir
margra hluta sakir«.4 f>etta virðist helzt benda til, að
höfund-urinn eða heimildarmaður hans hafi verið annaðhvort tíður gestur
eða heimamaður hjá Gizuri og Ingibjörgu. Höfundurinn virðist
hafa verið guðhræddur maður. Að minsta kosti biður hann guð
að fyrirgefa brennumönnum glæp sinn með mjög prestlegum
orð-um.5 |>ó verður ekki af þessu ráðið með neinni vissu, að hann
hafi verið prestur. Hann hefur annaðhvort verið samtíða
Flugu-mýrarbrennu og þeim viðburðum, sem sagan segir frá eftir hana,
eða þó að minsta kosti haft sjálfur sögur af þeim mönnum, sem
vóru við þessi tíðindi, enn ekki hefur hann sjálfur verið við
Flugumýrarbrennu.6 Alt það, sem nú er talið, kemur vel heim
við það, að Páll Iíolbeinsson hafi sagt fyrir um samning
sög-innar, og enginn maður er líklegri til þess fyrir margra hluta

1 Sturl.1 III, 178. bls. 2II, 154. bls.

2 Sturl.1 III, 185. bls. 2II, 160. bls.

3 Sturl.1 III, 220. bls. 2II, 191. bls.: -En jporbjörn vissi görla hverr
á hónum vann; sagði hann svá ok síðan, at« o. s. frv.

4 Sturl.1 III, 201. bls. 2II, 175. bls.

5 Sturl.1 III, 193. bls. 2II, 168. bls.

6 Hvorttvegja þetta sjest á orðunum: »at því er þeir hafa sagt, er
þar váru« Sturl.1 III, 187. bls. 2II, 163. bls. Af þeim mönnum,
sem höfundurinn ber fyrir sem lieimildarmenn. hef jeg nefnl
nokkra áður t. d. Gizur sjálfan, Gizur glaða, Vigfús Illugason,
þorbjöin Sælending. Hjer við má enn bæta tveimur: þorvarði

þórarinssyni um vígfimi Odds, bróður þorvarðs (Sturl.1 III, 221.

bls. ’ II, 193. bls.), og þorsteini(?) Guðmundarsyni um vörn á
Flugumýri (Sturl.1 III, 187. bls. 2II, 163. bls.). Eggert Brím
held-ur, að á hinum siðar nefnda stað eigi að lesa >þorleifr« f.
>þor-steinn«, og að það sje þorleifr Fagrdæll, sem höfundurinn á við,
og er það líklegt (Arkiv för nord. filol. VIII (N. F. IV), 364.
bls.).

23*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0365.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free