- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
344

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

344

UM STURLUNGtJ.

hjer í 122A, sem ekki hefur neitt lír forgils sögu, svo að það
handrit verður ekki hjer haft til leiðbeiningar um, hvað sje tekið
úr sögu porgils. Gizurar saga hefur vafalaust sagt frá þessu, enn
miklu styttra enn forgils saga. J>að sem vantar í 122A er ekki
nema tveir dálkar (hálft blað); eyðan byrjar aftarlega í 276. k., og
hefur það, sem eftir er af þeim kapítula, vafalaust staðið í 122A
(um þá sem ljetust með Oddi í Geldingaholti, um greptrun hans
og konu og börn), og fylt hjer um bil hálfan dálk. Eftir eyðuna
byrjar handritið aftur framarlega í J>verárbardaga, og hefur
þá allur sá kafli, sem hjer er um að ræða — frá vígi Odds aftur
að fverárbardaga — að eins tekið upp l1/^ dálk í handritinu,
enn i Sturl.2 fyllir hann ekki minna enn 22 þjett prentaðar
blaðsíður. A þessu sjest, hve miklu þetta hefur verið
stuttorð-ara í 122A, enn það hefur verið í 122B og er í þeim
handrit-um, sem þaðan eru runnin, þeim er auka inn forgils sögu.
Dálkur í 122A rúmast hjer um bil á prentaðri blaðsíðu í Sturl.2,
svo að hlutfallið verður hjer um bil eins og P/2 : 22. = 3:44.
Svo mildu munar það, hve 122A hefur verið fáorðari. Ekki get
jeg í þessum kafia beinlínis bent á neitt, sem mjer þykir liklegt
að sje úr Gizurar sögu.

Eftir þann kafla, sem nú var greindur, kemur frásögnin uin
J>verárfund, sem nær yfir 290.—292. k. í Sturl.2 Upphaf
hennar er vafalaust úr forgils sögu, aftur að orðunum:
»£>or-gils hafði mikit lið haft af Snæfellsnesi vestan með sér, sem fyrr
segir«. A þessum orðum byrjar innskotsgrein, sem virðist tekin
úr fórðar sögu. Að þetta sje innskotsgrein, sjest á því, að það
er endurtekning þess, sem áður er sagt um liðsafnað forgils og
tekið hefur verið eftir |>orgils sögu. Enn að það sje úr Jpórðar
sögu enn ekki Gizurar, er líldegt af því, að, þegar fram í sækir
greinina, er sagt frá framgöngu Sturlu fórðarsonar. í þessari
grein byrjar 122A aftur eftir eyðuna og er nú úr þessu hægt að
greina úr það af frásögninni, sem heyrir til £>orgils sögu. Að
vísu er röndin skorin utan af blaðslitri því úr 122A, sem
frá-sögniu byrjar á, enn línustúfana má flesta fylla eftir þeim
hand-ritum, sem hafa forgils sögu, því að sá, sem bjó til þann texta

sat þar fyrir fréttum>) og sömuleiðis sumt í 287. k. (Sturl.1 IU>
241. bls. 2II, 210.-211. bls.) og niðurlag 288. k. (Sturl.1 III, 244.
—245. bls. 2II, 213.-214. bls. frá orðunum: >En er þeim Hrafni
ok Eyjólfi kom þessi orðsending-)-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0354.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free