- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
342

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

342

UM STURLUNGtJ.

einkennileg fyrir Gizurar sögu, og er því til inikillar styrkingar,
að frásögnin um Odd sje úr Gizurar sögu eigi síður enn
brennu-sagan. í lok 271. k. er sagt frá því, að Oddr reið austur í
Fjörðu, er bann kom suður, og settist á Valþjófsstað. Enn frá
veru lians þar er ekki sagt annað enn það, að hann hafi verið
»löngum fálátr, meðan hann var heima«, og að ekki sje »þess
getið, at þeir porvarðr brœðr fyndisk«.1 — 272. k. er blendingur
af J>orgils sögu og Gizurar sögu, eins og kapítulinn er
prent-aður ofanmáls í Sturl.2 og í eldri útgáfunni. Enu það vill svo
vel til, að hjer höfum vjer 122A til samanburðar, enn það
hand-rit sleppir öllu, sem á heima í Þorgils sögu, og hefur Gizurar
sögu textann ómengaðan, og er hann prentaður neðanmáls í
Sturl.2 við lok kapítulans.2 Ef vjer nú berum þennan texta
saman við sagnablendinginn ofanmáls, þá sjest, að sá, sem hefur
aukið f>orgils sögu inn í Sturlungu, hefur i þessum kapítula að
mestu farið eftir porgils sögu, enn þó hefur hann tekið hið helzta
úr Gizurar sögu inn í málið, og nær sá kafli frá orðunum
»Laugardag í Imbrudögum«, neðst á 185. bls. í nýju útgáfunni,
aftur að »Sturla ok þorgils riðu bráðliga vestr aptr« á 186. bls.
í þessum kapítula er sagt frá liðssafnaði þeirra Hrafns og
Eyj-ólfs og porgils og ferð þeirra norður til Skagafjarðar, enn það
er einkennilegt, að Gizurar saga segir að eins með almennum
orðum frá liðssafnaðinum og ekkert frá ferð þeirra, fyr enn þeir
koma í Bólstaðarhlíð, enn er aftur á móti mjög nákvæm í því
að tilgreina gistingarstaði höfðingjanna, þegar þeir koma til
Skagafjarðar, enn hins vegar segir forgils saga mjög
nákvæm-lega frá liðssafnaðinum og ferðinni norður að Bólstaðarhlíð. f etta
er eitt af því, sem bendir til, að höfundur Gizurar sögu liafi
verið Skagfirðingur. — 273. k. virðist vera að nokkru leyti
úr £órðar sögu, enn að nokkru úr Gizurar sögu og er nú ervitt
að greina það í sundur.3 — 274. k. segir frá því, að Oddr fór
af Valþjófsstað, og segir ekki af ferð hans, fyr enn liann kom ’
Haukadal til f>óris totts. Fór Þórir þaðan með honum norðuv
yfir fjöll til Skagafjarðar, og er greinilega sagt frá ferð þeirra
yfir fjöllin, þó ekki greinilegar enn svo, að ætla má, að frjettin
haíi borizt þannig með þeim fjelögum til Skagafjarðar. Síðast

1 Sturl.1 III, 208.-211. bls. 3II, 181.-183. bls.

3 Sturl.1 III, 211.-214. bls. " II. 183,—186. bls.

3 Sturl.1 III, 214. bls. 2II, 186,—187. bls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0352.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free