- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
317

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

tJM STURLUNGU.

317

hváratveggju*. fetta er bersýnilega sagt til að niðra Gizuri og
sýna fals hans og fláræði og tvíveðrung. Enn þetta á Gizurr
ekki skilið hjer á þessuin stað. J>að er auðsjeð, að hann hefur
í þessu farið eftir ráðum föður síns og verið á bandi með
hon-um að reyna að koma á sættum, því að það var vænlegast til
sætta, að hann veitti hvorugum. Að þetta sje ekki klaufalega
orðað, heldur sagt svo af ásettu ráði til að niðra Gizuri, það
sjest á því, að alveg sama eða þessu líkt kemur fyrir á 2 öðrum
stöðum. Á alþingi 1220 vóru miklar deilur milli Sturlunga og vóru
þeir feðgar báðir á þingi, f>orvaldr og Gizurr. Um Gizur er
sagt, að enginn hafi vitað, hverjum hann ætlaði að veita, enn
um 5>orvald, að hann hafi verið beggja vinur.1 f>að er auðsætt,
að hið fyrra á að vera last, enn hið síðara lof, og er þó í rauninni
hvorttveggja hið sama. Á alþingi 1234 varð rimma mikil milli
Kolbeins unga og Snorra, og lá við bardaga. Gizurr var á þingi,
og segir sagan, að hann hafi haft tvö hundruð manna, »ok lét til
allra slipulcga*. J>eir Magnús biskup og porvaldr gengu á
milli og leituðu um sættir, og er það hjer berum orðum sagt,
að J>orvaldr hafi beðið Gizur að veita hvorugum, »kvað hann
vænst til friðar, at hann misjafnaði eigi með þeim2«. Hjer segir
þá höfundurinn beinlinis sjálfur, að þeir feðgar hafi verið samtaka
í því að stöðva ófrið, sem auðvitað var lofsvert. Enn hvað
kemur þá til, að hann velur Gizuri þau orð, er allir, sem lesa,
l’ljóta að skilja sem last enn ekki lof?

Einna berast kemur þó hatur Sturlu til Gizurar fram í
frá-sögninni um Örlygsstaðabardaga, þar sem sagt er frá vígi Sturlu
Sighvatssonar. |>ar segir svo: »Sturla kastaði sér niðr, er hann
kom skamt ór gerðinu. Mál hans var þá óskírt, ok þótti Hjalta
sem hann beiddisk prestsfundar. Hjalti gekk þá í braut, en yfir
hónum stóð Óláfr tottr, mágr Flosa prests; hann skaut skildi
yfir Sturlu, en Játgeirr Teitsson, mágr Gizurar, kastaði buklara
yfir Sturlu. |>á kom Gizurr at ok kastaði af hónum lilífunum
svá stálhúfunni. Hann mælti: (Hér skal ek at vinna’. Hann
tók breiðöxi ór hendi J>órði Valdasyni ok hjó í höfuð Sturlu
vmstra megin fyrir aptan eyrat, mikit sár, ok hljóp lítt í sundr.
Þat segja menn þeir er hjá vóru, at Gizurr hljóp báðum fótum
yPP við, er hann hjó Sturlu, svá at lopt sá millum fótanna ok

’ Sturl.1 II, 115. bls. 3 I, 292. bls.
2 Sturl.1 II, 158.-159. bls. 3 1, 326.-327. bls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0327.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free