- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
301

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

tJM STURLUNGU.

301

getur ekki verið rjett, að Sturla hafi vottað það, sem hjer segir.
um Selkollu, því að það er í beinni mótsögn við þau tvö rit,
sem næst standa íslendinga sögu Sturlu, Sturlungu og
Kesens-bók. I þeim báðum stendur samhljóða, að veturinn, sem
Guð-œundr var í Steingrímsfirði með Bergþóri Jónssyni, hafi orðið
margir hlutir, »þeir er frásagnar væri verðir ok jarteignum þótti
gegna, þótt þat sé eigi ritat í þessi bólc, bæði þat, er Guðmundr
biskup átti við fiagð þat, er þeir kölluðu Selkollu, ok mart
annaU.1 |>essi staður í Guðmundar sögu Arngríms sýnir þá
«kki, að Sturla bafi fært í letur hina ítarlegu frásögn um
Sel-kollu, sem stendur í hinum yngri Guðmundar sögum líkt og hjá
Arngrími, heldur að eins, að Arngrímr hefur eignað Sturlu
Guð-oaundar sögu þá, er hann reit eftir, með öllum þeim jarteinum,
sem þar stóðu, annaðhvort alla söguna í heild sinni eða þá að
minsta kosti biskupssöguna. Selkolluþáttur er nú að eins til í
sögu Arngríms og í þeirri Guðmundar sögu, sem finst í AM.
204 fol., er Guðbrandur Vigfússon telur afskrift af Guðmundar
sögu eftir skinnbókinni 122B fol., sem Sturl. einnig er á.
Vafa-laust hefur Arngrímr haft fyrir sjer einhverja Guðmundar sögu,
líka þessari.

Hin íslenzka þýðing Arngríms sögu hefur margar vísur um
Guðmund, sem eru ortar á 14. öldinni og ekki standa í hinum
elztu Guðmundar sögum, fiestar úr kvæðum Einars Gilssonar,
enn sumar eftir Arngrím sjálfan. f>essar vísur hai’a án efa
aldrei staðið í hinu latínska frumriti Arngríms, því að
útlend-iögar, sem hann skrifar fyrir, mundu ekki hafa skilið þær, heldur
tefur þýðandinn skeytt þær inn í söguna eftir öðrum ritum til
að bæta lesendum sínum í munni. Vera má og, að þær hafi
staðið aftan við þá afskrift latínusögunnar, sem þýðandinn fór
eftir, liafi hún verið ætluð Islendingum til lestrar. Enn
líkleg-ast þykir mjer þó, að Arngrímr hafi sjálfur þýtt sögu sína, og
skotið visunum inn um leið.

Niðurlag rannsölcnarinnar nm sögumar af Guöniundi
bisl;-wpi og afstöðu þeirra við íslendinga sögu og Sturlungu.
Af því að rannsókn sú, sem hjer fer á undan um
Guð-^undar sögurnar er nokkuð flókin, er það ekki með öllu óþarft

1 Sturl.’ II, 18. bls. JI, 223. bls. Bisk. I, 502. bls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0311.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free