- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
291

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

UM STURLUNGU.

291

texta og hin yngri útgáfa Sturlungu í greininni um víg Tuma
Sighvatssonar (Sturl.2 I, 252. bls. Bisk. I, 520. bls. «fyrir
sunn-an heiði«). Enn af því að hin eldri útg. Sturlungu hefur hjer
það, sem rjett er (»fyrir norðan heiði«) eins og Eesensbók, þori
jeg ekki að álykta neitt af þessum stað.

Enn er ótalað um einn stað, þar sem Resensbók virðist hafa
rjettari texta enn Sturl. og »miðsagan« að sumu leyti enn ekki
öllu. Eftir brjef f>óris erkibiskups, er fyr var getið, fóru 3
höfð-ingjar utan af þeim, sem utan var stefnt, Jón Sigmundarson
samsumars (1211), enn Arnórr Tumason og forvaldr Gizurarson
tveim árum síðar (1213),1 og með J>orvaldi Teitr biskupsefni
frændi hans. Guðmundr biskup, sem og var stefnt utan, ætlaði
að fara sama sumarið og þeir Arnórr, enn varð tvisvar
aftur-reka, og fór ekki fyr enn 1214. Sturl. og Guðmundar sögurnar
þegja alveg um utanför Jóns Sigmundarsonar, og mundum vjer
ekkert um hana vita, ef hún stæði ekki í annálum (við árið
1211). Enn frá utanferð hinna höfðingjanna er sagt bæði í Sturl.
ög Resensbók og að nokkru leyti í »miðsögunni«. Hjer er ein lítil
grein, sem Resensbók greinir á um við hinar sögurnar. í Sturl.
stendur: »En tveir menn fóru útan af þeim, er erkibiskup hafði
útan boðat með biskupi. Arnórr fór útan um sumarit af þeim
sex, er með hónum vóru nefndir. f>á fór ok útan forvaldr
Giz-urarson ok Teitr biskupsefni*.2 Eesensbók hefur: »En tveir menn
fóru útan af þeim sex, er erkibiskup hafði útan stefnt. £>á fór
°k útan forvaldr Gizurarson ok Teitr biskupsefni«,8 og sleppir
þannig setningunni »Arnórr . . . nefndir«. í miðsögunni er
Þetta þannig: »en tveir menn fóru útan af þeim fimm, er
erk-Wskup hefði útan stefnt með biskupi. Amórr fór útan um
sum-arit einn afþeim sex, er með hónum vóru nefndir», og sleppir
setn-lQgunni um forvald og biskupsefni. J>að er auðsætt, að þeir
^veir menn, sem sagan á við að utan hafi farið á þessu sumri,

’ Anuálar segja. að Arnórr hafi farið utan árið 1212 enn þorvaldr
1213, Enn Sturl. segir, að þeir hafi farið báðir utan um sumarið
eftir víg Halls Kleppjárnssonar, og mun það rjettara, enda kemuv
það heim við annála, að því er þorvald snertir. Hallr var veginn
á jólaföstu 1212, og er þetta því sumarið 1213. Sbr. Dipl. Isl. I,
360. bls.

2 Sturl.1 II, 20. bls, »1, 227. bls.

3 Hisk. I, 506.—507. bls.

19"

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0301.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free