- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
259

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

DM STURLUNGU.

259

Málmey. Um skilnað þeirra mága Áróns og Eyjólfs ber
sögun-um ekki heldur saman. íslendinga saga segir, að Árón hafi
legið í brúkinu eftir viðureign þeirra Sturlu, þangað tii Eyjóifr
kom tii hans, og hafi Eyjólfr tekið hann í faðm sjer og borið
hann út á skip, enn Aróns saga, að Árón hafi setið með
vopn-um sínum, þegar Eyjóifr kom að honum og gengið með honum
til skipsins. J>á tekur við síðari eyðan i hinni sjerstöku Áróns
sögu.

f>að má þó með engu móti ganga fram hjá því þegjandi,
að í Grímseyjar þætti Áróns sögu er einn lítili katii mjög líkur
og í íslendinga sögu. J>að er frásögnin um það, þegar Árón
sækir vopn Tuma, og einkum um viðtal hans við Guðmund
biskup.1 Samt er svo mikil ósamkvæmni á milli sagnanna
jafn-vel á þessum stað, að þær sýnast vera hvor annari óháðar.
Þannig segir íslendinga saga, að viðtal þeirra Áróns og biskups
hafi orðið, þegar Árón var á heimleið að sækja vopnin, enn
Ár-óns saga, að Árón hafi haft tal af biskupi, þegar hann hafði
tekið vopnin og var á leiðinni aftur niður til sjávar, og Áróns
saga — sem annars er mikiu fyliri enn íslendinga saga — getur
ekki heldur í þessu sambandi um draum Áróns, að biskup legði
vfir hann skikkju sína, sem ísiendinga saga segir frá. Og þó
að einstaka orðatiitæki í báðum sögunum sjeu svo að kalla hin
sömu,2 þá þarf það ekki að vera sprottið af neinu öðru enn því,
að báðar sögurnar segja frá sama atburðinum, einkanlega hafi
hin upphaflega munniega heimild þeirra verið hin sama, sem
lik-legt er, því að eflaust er frásögnin um þetta atvik komin
óbein-linis frá Áróni í báðum sögunum.

Eftir eyðuna byrjar hin sjerstaka Áróns saga á því að segja
frá hrakningum Áróns um Austurland og komu hans til
Svína-fells.3 íslendinga saga segir í örfáum orðum frá hinu sama.

1 Sturl.1 II, 69. bls. 2I, 255. bls. Áróns saga, Bisk. I, 525—526.
Sturl. II, 320.

- ísl. s.: »(biskup) spurði ef hann (Árón) vildi skriftask. Árón kvað
eigi tóm at því. »Ver góðr við fátœkja rnenn», segir biskup, >en
sjásk munum vit enn«. Sbr. Áróns s.: >ok vil ek nú, son minn,
at þú gangir til skriftar við mik.. »Ekki er nú tóm til þess, herra,<

segir Árón.....»Vel er ’slikt mælt,« segir biskup, »ok vertu

sem bezt við fátæka menn.....en þó væntir mik. at vit sjá-

imsk enn síðarr.«

3 Bisk. I, 535-539. Sturl.2 II, 326—329.

18*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0269.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free