- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
250

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

250

TJM STURLUNGU.

|>að verður því eigi sagt uieð neinni vissu, hver sje
höf-undur Hrafnssögu, enn hitt er víst, að Sturla fórðarson getur
ekki verið það. Næst kemur þá til skoðunar, hvort Sturla hafi
sjálfur innlimað þessa sögu í verk sitt, eða safnandi Sturlungu
hafi aukið henni inn i.

í handritum Sturlungu stendur Hrafns saga milli 35. og
37. k. íslendinga sögu (samkvæmt kapítulatalinu í útg. Guðbr.
Vigfússonar).1 í 33. og 34. kap. er sagt frá missætti þeirra
Halls Kleppjárnssonar og Kálfs Guthormssonar og vígi Halls,
enn í 35. k. frá utanferð Guðmundar biskups Arasonar (1214)
og Arnórs Tumasonar (1213) og endar þessi kapítuli á því. að
Guðmundr biskup hafi verið hinn fyrsta vetur í Vík austur og
lengst hafi hann verið með Nikulási biskupi. J>á kemur
útdrátt-urinn úr Hrafns sögu og byrjar á 11. k. með þessum orðum:
»Nú er þar til at taka, er fyr var frá horfit, at þá er þeir
Guðmundr biskup ok Hrafn Sveinbjarnarson kómu út, ok þeir
höfðu áðr einn vetr verit í Noregi, fór Hrafn vestr í Arnarfjörð
á Eyri til bús síns«, o. s. frv.2 Hjer virðist það undir eins
óeðlilegt, að frásögnin skuli stökkva þanuig frá hinni síðari
ut-anferð Guðmundar biskups til útkomu hans úr hinni fyrri ferð,
og gefur það grun um, að hjer sje ekki fylgt frumriti Sturlu.
í>etta verður enn ljósara, þegar Guðmundar saga »hin elzta* í
Resensbók er tekin til samanburðar. í þessari sögu er
biskups-saga Guðmundar tekin að mestu eftir Islendinga sögu Sturlu.
Jeg hef þegar áður sýnt fram á, að höfundur þessarar
Guð-mundar sögu hefur þekt Hrafns sögu og að hann tekur eftir
henni kafla úr ferðasögu þeirra biskups og Hrafns til Noregs,
sem Sturlunguhandritin hafa ekki. Aftur á móti sleppir hann
öllum hinum síðara kafla Hrafns sögu, frá 11. k. og út söguna
sem stendur í Sturlunguhandritunum, enn hefur í stað þess stutta
grein um það, að víg þeirra Halls Kleppjárnssonar og Hrafns
hafi orðið sama veturinn, Halls á jólaföstu, enn Hrafns á
langa-föstu, og hnýtir þar við, eftir Hrafnssögu, jarteininni um
sólar-steiuinn og kyrtilinn, sem Guðmundr biskup hafði gefið Hrafni.
J>essa grein hefur hann í eðlilegri röð, næst á eftir frásögninni
um víg Halls, sem er samhljóða 33. og 34. k. í íslendinga sögu,
og víkur síðan sögunni að utanferð þeirra Guðmundar biskups

1 Sturl.2 I, 228. bls. neðanmáls, sbr. 11, Prolegomena cviii. bls.

2 Sturl.1 II, 20. bls. 2 I, 175. bls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0260.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free