- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Þriðja Bindi /
247

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

UM STCJRLUNGU.

247

viðburðir, fleiri enn utanferðin, sem Tómas Ragnheiðarson er við
riðinn, og líklegt er, að hann hafi sagt frá. £>etta má telja
vafa-iaust að því er snertir draum þann, sem Tómas dreymdi nóttina,
sem Hrafn var drepinn, að hann sæi písl Andreasar postula,
og það sem sagan segir, að Hrafn hafi í sama mund látið lesa
fyrir sjer Andreasdrápu og talað mart um písl dýrðlings þessa.1
Tómas er og ásamt með Sturlu Bárðarsyni viðstaddur við fund
þeirra forvalds og Hrafns á Granda í Dýrafirði.2 J>eir bræður
Tómas og Eyvindr vóru og í liði rneð Hrafni í bæði þau skifti,
sem porvaldr fór að honum enn varð frá að hverfa við svo búið,
og Halldórr, þriðji bróðirinn, var með honum í siðara skiftið af
þessum tveimur.3

Ragnheiðarsynir vóru fjórir aðtölu: Krákr, Eyvindr, Tómas
og Halldórr. Krákr er talinn fyrstur þeirra bræðra í 10. k.
sög-unnar,4 og mun hann hafa verið elztur. Hann er riðinn við
eftir-málið eftir Markús Gíslason af Rauðasandi, sem frá er sagt í
upphafi sögunnar,6 enn siðan dettur haun alt í einu úr sögunni,
og kemur hvergi við deilur f>orvalds og Hrafns eins og hinir
bræðurnir. Hvernig á þessu stendur er nú ekki unt að segja,
enn líklega hefur Krákr annaðhvort dáið, þó að sagan geti þess
ekki, eða farið af landi burt eða gengið í klaustur. Hinir
bræð-urnir lifðu allir porvald Vatnsfirðing. Eyvindr bjó í Haga á
Barðaströnd, enn Tómas í Selárdal, þegar f>órðr kakali kom til
Vestfjarða 1242.8 Nokkrum árum áður (1235) hafði Halldórr
búið á Hóli í Bolungarvík, enn synir hans, sem þá vóru upp
komnir, urðu berir að fjörráðum við Órækju Snorrason, sem þá
var ríkastur um þær sveitir, og fyrir það tók Órækja Hólsland
af Halldóri og fór hann þá vestur í Otradal í nágrenni við
bræður sína.7 Halldórr virðist hafa verið yngstur bræðranna.
Um tvo af þeim að minsta kosti, Eyvind og Tómas, vitum vjer,
að þeir vóru prestar, og eru þeir báðir kallaðir góðir menn og

1 Sturl.’ II, 33. bls. 51, 184. bls. 2 II, 307. bls. Bisk. I, 672. bls.

2 Sturl.1 II, 23. bls. 21, 177. bls. 2II, 296. bls. Bisk. I, 660. bls.

3 Sturl.1 II, 27. bls. 1 I, 179.-180. bls. 2II, 299—300. bls. Bisk. I,
663.-664. bls. Sturl.1 II, 30. bls. 2I, 182. bls. 2II, 302,—303. bls.
Bisk. I, 667.-668. bls.

4 Sturl.2 II, 288. bls. Bisk. I, 654. bls.

5 Sturl.2 II, 283. og 284. bls. Bisk. I, 649. og 650. bls.

6 Sturl.1 III, 3., 9. og 27. bls. J II, 2„ 8. og 23. bls.

7 Sturl.1 II, 164.—166. bls. ’ I, 332.-333. bls.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:32 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/3/0257.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free